20. október 2004

kannski

ættum við að breyta nafni listans í Kjúklingauppskriftalistinn ;-)

Þessi er ekkert sma goður

fengum hann í matarboði hjá vinkonu um daginn:

Hvítlaukskjúklingur Olgu

Kjúklingur (heill eða bringur)
Garlic chili sauce
1 laukur
l dós ólífur
lárviðarlauf
rjómi
2 heilir hvítlaukar
fullt af rauðvíni eða koníaki

basilikum, paprikuduft, pipar, salt, season all og lemon pipar

kjúklingur steiktur á pönnu og kryddaður upp úr olíu og smjöri. Sett í eldfast mót. Hvítlaukur og laukur skornir í bita og brúnaðir á pönnu, rjóma, lárviðarlauf og olívur og rjómi og garlic chili sause hellt út í. Rauðvíni hellt út í aðeins hitað hellt yfir kjúklinginn og bakað í ca: 45 mín - 1 klst.

Með þessu borið fram kartöflubátar, má þó gjarnan vera hrísgrjón, og gott salat með rucola og avocado

13. september 2004

Meiri kjúlli

gerði hrrikalegan kjúkling um daginn líka, bringur marineraðar í ólívuolíu, sítrónusafa, fersku rósmaríni (helling af því), hvítlauk, maldon salti og nýmöluðum svörtum pipar.

Skallottulaukur, perlulaukur og rauð paprika léttsteikt og líka látin liggja í leginum, svo er mestu af leginum hellt af og allt inn í ofn við 200° í 10-12 mínútur fer eftir stærð kjúklingabitanna.

Gott salat með avókadó, fetaosti og ólívum td er gott með :D

12. september 2004

er þessi listi nokkuð daut?

var ég búin að senda uppáhalds kjúklingabringuuppskriptina mína?

kjúklingabringur, teknar sundur
100 g heslinhetur, muldar
brauðmylsna
smjör
fersk salvía, blöðin bara klippt smá í sundur en þarf ekki að saxa
salt
pipar


blandið saman hnetum og brauðmylsnu. veltið bringunum upp úr blöndunni. hitið í örfáar mínútur í smjörinu með salvíublöðunum við vægan hita. á ekki að brúnast, en gerir ekkert til þó brúnist smá samt. saltað og piprað að vild.


setja í eldfast fat og steikja í ofni við 150° í 10-15 mínútur.


við höfum yfirleitt basmatihrísgrjón og einhverja góða kalda sósu með þessu. tær snilld í einfaldleikanum

4. ágúst 2004

grillsögur óskast

hvernig væri nú að koma með smá grillsögur svona til að létta manni lundir?

Býð fólki í mat á morgun. Ætla að marinera lambalæri í indverskum kryddum, leggja það á kartöflur, sellerírót gulrætur og fennel og láta malla í ofninum í langan tíma.

Var að hugsa um að grafa holu, en liðið verður víst ekkert hrifið af því...

19. júní 2004

pasta með klettasalati

var með klettasalatspasta í gær, mjög einfalt, soðið spagettí. 100 g klettasalat soðið með síðustu 5 mín, á meðan steiktir 1-2 piparbelgir og slatti af hvítlauk við vægan hita. borið fram með helling af nýrifnum parmaosti. þetta var bara alveg ljómandi gott, fíngert ekki of afgerandi bragð, piparinn var orðinn sætur og alls ekki sterkur, börnin gleyptu þetta í sig og vildu meira.

annars á ég eftir að prófa afturendasítrónukjúklinginn, þó er bjórdollukjúlli fyrr á dagskránni. gætum þurft að gera hann heima hjá hallveigu, þar sem maður þarf lok á grillið fyrir hann :-)

11. júní 2004

rækjurnar hans Jamie og bruschetta

keypti chiabattabrauð í gær, byrjaði á því að bjóða Margréti Maríu og vinkonu hennar í Bruschettu í hádeginu.. mikið svakalega var það gott. Hér kemur uppskriftið:

handa 3

5 vel þroskaðir tómatar (notaði plómu en má örugglega nota góða íslenska)
2 hvítlauksrif
3 stórar eða 6 litlar sneiðar af chiabatta
8-12 basilikulauf
maldon salt og nýmalaður pipar
6 msk góð græn ólífuolía

skerið tómatana í tvennt, nuddið salti í sárið og snúið niður til að láta leka af þeim í umþb hálftíma.
ristið brauðið og nuddið hvítlauknum vel í það. hellið helmingnum af olíunni yfir, saltið og piprið. Skerið tómatana í bita, setjið yfir og rífið svo basilikkuna yfir. Þetta er þvílíkt gott!

svo um kvöldið gerði ég uppáhalds rækjuréttinn minn sem er frá Jamie Oliver, bjó svo vel að eiga tengdapabba sem var á rækjubát og þá fékk ég ósoðnar rækjur sem eru auðvitað miklu betri þannig að reynið að komast yfir svoleiðis. Gæti verið sjens í öllum betri fiskbúðum, t.d. fylgifiskum. Rétturinn virkar samt fínt með venjulegum sko, verður bara að passa að sjóða rækjurnar þá ekki eins lengi. en hér kemur þessi skrift:

fyrir 4

500 gr rækjur, helst hráar
hellingur af ólífuolíu
tvö rauð chili, fræhreinsuð
þumalputtastórt stykki af ferskum engifer
2 hvítlauksrif
safi úr 1-2 sítrónum
handfylli af steinselju, helst ítalskri, flatblaða
4 stórar eða 8 litlar sneiðar af chiabatta

saxið chili-ið smátt, rífið engiferinn og kremjið hvítlaukinn á pönnu. Hendið sosum 4 matskeiðum af ólífuolíu og rækjunum saman við (ekki strax ef þið eruð að nota soðnar) látið malla við meðalhita í 3-4 mínútur, setjið þá aðrar 3-4 msk olíu (já ég veit, ég veit!) út í og kreistið sítrónusafann saman við. ristið brauðið á meðan þetta er að gerast og að hendið að lokum steinseljunni saman við, kryddið með maldon salti og pipar ef vill (mér finnst það varla nauðsynlegt), hellið yfir brauðin og njótið! Mikið af köldu riesling er NAUÐSYNLEGT hérna sko, við vorum að drekka þetta hérna.. eitt af uppáhalds vínunum okkar jóns.. smellpassaði algjörlega :)

10. júní 2004

ösku(busku)kjúklingur

sko ... húsbóndinn af bæ og því lenti það á mér að elda ofan í okkur mæðgur á versta tíma dagsins eftir þriggja kortéra hjólatúr í rigningu með mörg kíló í töskum og pokum og barnið sofandi aftan á ... en ég eldaði einfalt og ljúffengt og þá varð allt gott á ný:
tvær kjúklingabringur maríneraðar í safa af einni sítrónu ... látið liggja eins lengi og þolinmæðin leyfir
salt og pipar
olía á pönnu og bringunum skellt út á með stæl ... látið einhvern annan segja hversu lengi á hvorri hlið, ég var ekki einu sinni með úr
skellti smá rósmaríni út á líka
og svo var það punkturinn yfir i-ið ...
parmesan, og bara nóg af honum

í eftirrétt var boðið upp á pekanhnetuís með sjóðheitu expressókaffi út á (handa mér) namminamm

annars, ég hlakka til að borða fiiiisk á íslandi.

8. júní 2004

meiri fiskur

ég gæti alveg vanist á að borða hlýra...

keypti stórt og fínt hlýrastykki í dag, penslaði með olíu íblandaðri fiskikryddi pottagaldra og grillaði, 3 mín á hlið. (humm, jón lárus grillaði reyndar). gerði sósu úr sýrðum rjóma, smá mæónesi (jú, gunnars), fullt fullt af graslauk úr garðinum og smá salti

tær snilld.

7. júní 2004

Lausn í sjónmáli?

Það er hægt er að blanda túnfisk saman við svokallað Graddfile (selt í eins umbúðum og rjómi) og þá kemur út þokkalegt túnfisksallat. Ég blandaði tabasco saman við mitt og svo hakkaði ég púrrulauk með og það var bara mjög gott.

3. júní 2004

chapati

Chapati er indverskt brauð, svolítið eins og það sem maður notar í tortilla, þunnt og steykt á pönnu við mikinn hita. Það er mjög erfitt að búa til chapati, það tók mig u.þ.b. 10 tilraunir að ná tökum á því.

Ef maður ætlar að gera ekta chapati verður maður að nota chapati-mjöl, veit ekki hversu auðvelt það er að nálgast það á Íslandi, hef ekki enn fundið það hér í Danmörku. Ég blanda venjulegu hveiti og graham-mjöli (Ólöf sem kenndi mér að gera chapati notar chapati-mjöl og blandar kjúklingabaunamjöli út í) í hlutföllunum fjórir desilítrar hveiti á móti einni matskeið af graham-mjöli. Smá salt. Þetta er voða mikið slumpur og sletta.

Svo byrjar maður að skvetta volgu vatni út í hveitið í MJÖG litlu magni, og byrjar að hnoða og hnoða og hnoða. Deigið á að verða mjúkt og rakt, en ekki of blautt. Það er best að láta degið jafna sig undir viskustykki í smá tíma.

Síðan fletur maður degið út í smá bitum, eitt brauð í einu, þau eiga að vera u.þ.b. 10 til 15 sentimetrar í þvermál, mjög þunn en ekki laufabrauðs-þunn. Fyrst bakar maður eina hlið á pönnunni í smá tíma, bara til að loka deginu. Svo bakar maður hina hliðina þangað til að hún er orðín smá brennd. Snýr, og nú hefst aðal kúnstin: Pannan verður að vera það heit að brauðið tútnar út eins og blaðra ef maður þrýstir aðeins á það. Ef hún er of heit fer allt í hass og brauðið brennur bara við. Ef hún er of köld tútnar brauðið ekki út og það verður seigt.

Þegar brauðið er bakað leggur maður það á disk og baðar það í ghee. Ég nota bara venjulegt smjör af því að mér finnst ghee ekki gott á bragðið.

2. júní 2004

hvet alla

til að prófa þarna dauðafiskinn frá hallveigu, ekkert SMÁ góður. sleppti reyndar paprikunni, gleymdi að kaupa, en grænmetið og fiskurinn verulega jömmí í sósunni. notuðum hlýra, mmmm!

26. maí 2004

hafði

paelo í kvöld, hörkugóður en segðu mér kristín, sýður maður réttinn með eða án loks? notaði lok og fannst þetta full bragðlítið.

sá minnsti (4 ára) borðaði með bestu lyst en sú 8 ára fitjaði upp á trýnið. það er reyndar mjög erfitt að fá hana til að borða framandlegan mat, þannig að það var ekki skrítið.

18. maí 2004

Áskorun tekið 2004.is

Saffran -fæst í apótekinu !!
Lussebullar ca 40 stk.


50 gr ger
200 gr smjör
5 dl mjólk
2 pakkar saffran
2 dl sykur
1/2 tsk salt
14-15 dl hveiti
1 egg
rúsínur

1. Bræða smjör við lágan hita í potti
2. Hella mjólkinni í pottinn og hita þangað til þetta er orðið volgt.
3. Bæta saffran í pottinn
4. Hella heitri mjólkurblöndunni yfir gerið (í rúmgóða skál) svo það leysist upp.
5. Bæta við sykri, salti og hveiti. Hnoða í höndunum þar til deigið er orðið "mjúkt og hvítt"
6. Láta deigið hefast í 40 mínútur.
7. Búa til lusseboller úr deiginu, setja þær á bökunarpappír á ofnplötu,
8. Láta bollurnar hefast aftur í 40 mínútur. Setja ofninn á 225.
9. Pensla með hrærðu eggi, setja rúsínur í bollurnar og svo allt saman inn í ofn í 8-10 mín.
10. Smaklig maltid....


14. maí 2004

áskorun

Ég skora hér með á sænska hluta brallsins að koma með góða uppskrift að saffranbollum.

Ég veit að Lúsíumessan er í desember, en mig vantar allillskyggilega svona uppskrift.

8. maí 2004

fiskur DAUÐANS!! (já, eða fiskur í ostasósu..)

þessi fiskréttur er sko svo svaðalega góður að ég hef varla eldað annan fisk síðan ég prófaði hann fyrst.. þó hann geti nú seint talist heilsufæði ;)

uppskriftin passar fyrir þrjá, þannig að breytið og bætið eftir þörfum..

400 gr hvítur fiskur (ýsa, þorskur, hlýri eða eitthvað þesslags)
4 meðalstórar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
2 gulrætur skornar í bita
1/4 blómkálshaus rifinn í greinar
1/2 græn papríka smátt söxuð
30 gr smjör
salt og pipar

1 dl mjólk
60 gr humarsmurostur
60 gr rjómaostur með kryddblöndu
1/2 teningur fiskikraftur

75 gr rifinn ostur

steikið kartöflur, gulrætur og blómkál í smjörinu í 4-5 mínútur. Skerið fiskinn í sneiðar og raðið ofan á, saltið og piprið eftir smekk. Dreifið papríkunni ofan á.
Blandið saman með mixara eða með því að hita saman í potti humarostinn, rjómaostinn, mjólkina og fiskikraftinn. Hellið yfir fiskinn og setjið svo ostinn yfir og bakið í 200 gr heitum ofni í 40 mínútur.

Þetta er algjör snilld.. grænmetið sýður í ostasósunni og verður ÞVÍLÍKT bragðgott, sérstaklega kartöflurnar.

Þessi uppskrift kemur frá snillingunum úr kennaraeldhúsi Flataskóla þar sem mamma var að kenna, þó ég sé nú aðeins búin að laga hana að mínum smekk, minnka vökvann og auka ostinn osfrv ;)
Á fleiri góðar frá þeim, t.d. skyr-ýsu sem er líka algjört æði.. gæti hent henni hér inn við tækifæri :)

7. maí 2004

Kjötbollur DAUÐANS!!

Þetta eru sko kjötbollur í lagi.. en af því að ég er svo löt fáiði bara link ;)

Nigellubollur...

kjötbollukveðjur úr Fossvoginum..

6. maí 2004

ef þetta er ekki fúsjón má ég hundur heita

Það kemur stundum fyrir að ég kaupi tilbúna frosna pítsu í pakka í SuperBrugsen. Þetta eru svona ameríkanskar pitzur með þriggja sentimetra þykkum botni og ógeðslegar á bragðið.

Ég keypti mér svona pitsu í gær og bakaði í ofninum. Svo smurði ég hana með þykku lagi af rótsterku Mango Chutney. Hún varð ekki skárri af því. Bara svo þið vitið af því...

4. maí 2004

fljótlegt

hér kemur minn fljótlegi réttur, þó ég geti nú ekki slegið helgu út í þeim pakka

Eldsnöggt spaghettí:

Sjóðið spaghettí

á meðan á suðu stendur:

klippið einn pakka af beikoni í ræmur, steikið á pönnu við vægan hita (á ekki að verða stökkt)

hellið einni krukku af salsasósu út á beikonið og hitið að suðu

rífið fullt af parmiggiano yfir pastað þegar það er soðið

hellið sósunni út á

mmmm!

3. maí 2004

Eina kjötbollusósan með viti

Undirbúningstími:10 sek
Réttur þessi ætti að vera tilbúinn á innan við mínútu og það tekur mig sjaldnast lengur en aðra mínútu að torga honum.

Blandið saman við vægan hita á pönnu 1 dl Chili sósu og 1/2 dl af rifsberjahlaupi. Hellið kjötbollum frjálslega á pönnuna. Tilbúið.

30. apríl 2004

snilld snilld

gaman að detta inn í svonalagað :-)

er að hugsa um að deila með ykkur hinni gömlu góðu fjölskylduuppskrift: súrsætum kjúklingi

Súrsætur kjúklingur á la jömm jömm

3/4 dl smjör
1 1/2 dl saxaður laukur
1 1/2 dl söxuð græn paprika
1 1/2 dl saxaðar gulrætur
2 dl tómatsósa
2 msk edik
1 msk sojasósa
3 msk púðursykur
1/2 tsk hvítlauksduft
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
1/4 tsk steytt engifer
1 lítil dós ananas + safi
1 kjúklingur, hlutaður sundur

Smjörið brætt á djúpri pönnu. Grænmetið steikt í smjörinu í 5 mínútur, án þess að brúnast. Bæta tómatsósu, ediki, sojasósu, púðursykri og kryddi við, og hita að suðu. Blanda ananasnum og sósunni saman við, og sjóða í 1-2 mínútur.
Raða kjúklingabitunum í eldfast form og hella súrsætu sósunni yfir. Hylja formið með álpappír, og baka við 200° í 20-30 mínútur. Taka lokið af forminu og baka áfram í 30 mín. Bera fram með hrísgrjónum

klikkar aldrei :-)

29. apríl 2004

þegar ég nenni ekki að elda

Þetta geri ég þegar ég nenni ekki að elda:

Sýð svosem eins og fjórar lúkur af penne rigatoni (pastarörum).

Mauka 1 mjög þroskaðan tómat, hálfan chili, slettu af ólífuolíu, slettu af balsamico ediki, hvítlauksrif, salt, grófan pipar, basilikum og origano í mixara þangað til þetta er orðið að svona þykkri sósu. Sundum set ég líka parmesanost.

Steiki nokkra sveppi, gulrót og lauk. Sulla tómatsósunni útá og læt malla smá.

Þetta dugir fyrir einn í kvöldmat og hádegismat daginn eftir.

asískur drottningarhafragrautur

af thví ad ég er svo stolt af ad fá ad vera med ykkur, thrátt fyrir léleg tilthrif vid eldavélina undanfarin 2 ár, langar mig ad deila med ykkur einni splúnkunýrri uppskrift úr asíueldhúsinu í trekt.

en fyrst thetta:

ég var doltid matvond sem krakki, en med auknum throska hef ég látid af matvendninni ... ad mestu leyti. ég er farin ad borda sveppi og ólífur og maísbaunir og finnst gott ad hafa raudvín í sósum eda sérrí í eftirréttinum, osfrv.
einhverra hluta vegna hefur mér thó ekki fundist ástaeda til ad taka hafragrautinn í sátt. mér bara fannst hann einu sinni vondur og hlýtur ad finnast enn. thó hef ég ekki átt í neinu basli med ad útbúa hafragraut fyrir hafragrautselskandi fjolskyldumedlimi.
en, batnandi manni er best ad lifa. nú hafa ordid tímamót í mínu lífi:
ég er farin ad borda hafragraut. mér finnst hafragrautur gódur. ég vil helst byrja hvern dag á thví ad borda hafragraut. en thad verdur ad vera helgarútgáfan, eda konunglegur hafragrautur ... í tilefni af drottningardegi í hollandi á morgun hlýtur hann nafnid drottningarhafragrautur og er svona:

1. grauturinn

haframjol og vatn (1 á móti 3)
pínu salt
meiri kanill

mallad vid lágan hita nokkra stund

slatti af rúsínum

nú er grauturinn klár

2. trikkid

krókant múslí
nidurskorinn banani
mjólk

grautarsletta í skálar (bangsapabbi faer risastóra, bangsamamma medalstóra og bangsi litli alveg mátulega)
múslíi og bananasneidum baett út á og mjólkinni hellt yfir

bordad af bestu lyst ...namminamm

Fyrsti í fjúsjón

Stína kallar þetta fjúsjón mat. Það má. Þetta er fyrir fjóra.

250 gr djúpfryst heil spínatblöð (pakkaspínat)

1 tsk múskat
salt
250 gr kotasæla
2 dl rifinn ostur

sósan
2 gulir laukar
200 gr sveppir
1msk olía
1 dós tómatmauk (eða heilir tómatar í dós eða eitthvað)
1 boulljon teningur með mynd af nauti
2 marin hvítlauksrif
10 grænar ólífur
1 msk þurr basilika
1 msk oreganó

6 lasagne plötur
1 dl mjólk


sko...


1. Þýðið spínatið (t.d. í örbylgjuofni) og blandið því svo saman við kotasæluna (bara í venjulegri plastskál). Kryddið með salti og múskati.

2. Hakkið lauk og sveppi og steikið "létt" upp úr olíu á pönnu. Blandið tómatmaukinu saman við og hvítlauknum auðvitað... -Látið malla í kannski 10 mínútur.

3. Bætið ólífunum við tómatsósuna, kryddið svo með basiliku og óreganói.


síðan...

4. Setjið sitt á hvað kotasælu/spínat og tómatsósuna í smurt ofnfast mót og setjið lasagne plötur á milli laga eða eftir smekk.
5. Setjið rifinn ost yfir. Og síðast, -en ekki síst... -hellið einum dl af mjólk yfir allt saman !

6. Inn í 225 gráðu heitan ofn í a.m.k 30 mínútur, -eða þangað til þetta lítur út eins og gott fjúsjón spínatlasagna.

28. apríl 2004

belgískt ofát

halló allir...

hér í belgíu er allt ad drukkna í súkkuladi... hef nú nettar áhyggjur af belganum.. getur ekki verid gaman í svebbnherberginu hjá honum fyrst hann tharf allt thetta sjúkkó ;)

En í tilefni veru minnar hér er hérna uppskriftin af súkkuladiköku daudans, sem er upprunalega komin frá Maggí en ég hef gert hana svo oft ad ég hef ekkert samviskubit yfir ad láta eins og hún sé frá mér komin...

200gr súkkuladi, helmingurinn 70%
200gr smjör
200gr sykur
1,5-2 dl hveiti (fer eftir rakastigi loftsins.. ekki djók, verdid ad treysta instinktinu)
4 egg
1 tsk lyftiduft

braedid saman súkkuladi og smjör og kaelid litillega
theytid saman sykurinn og eggin, baetid hveitinu og lyftiduftinu saman vid og svo smjör/súkkuladisullinu.
smyrjid springform (og setjid bökunarpappír nedst.. geekt gód hugmynd) hellid deiginu í og bakid vid 200 gr í 15 mín.

leyfid kökunni ad setjast adeins ádur en thid berid hana fram, hún er nebblega mjúk í midjunni. Berid fram heita med theyttum rjóma.. thessi kaka getur ekki klikkad!


smørrebrød

Ég er nú voðalega lítið fyrir smørrebrødet sko. Meika ekki þetta stanslausa rúgbrauð-með-mæjónesi-át. Reyni samt:

Hið næstum því fullkomna smurbrauð er rúgbrauð með grófri lifrarkæfu, súrri gúrku og smá sky (svona gelatínsull). Það er nefnilega ekki svo fullkomið af því að maður getur borðað svo mikið af því að maður fær ógeð.

Hið fullkomna smurbrauð er aftur á móti flóknara að gera því það tekur tvo daga. Fyrst steikir maður mjög fínskorinn lauk og 1/2 til heilan mjög fínskorinn chillipipar á pönnu með kjúklingalundum og salt og pipar. Þegar þetta er búið að steikja smá stund hellir maður einum til einum og hálfum dl af vatni og einni matskeið af hrásykri og einum dl af balsamico ediki yfir og lætur sjóða þangað til vökvinn er næstum því allur gufaður upp. Inn í ískáp.

Dagur 2:

Rista brauð. Smyrja. Salat, tómat (má vera sólþurrkaður), vorlauk, ristaðar furuhnetur og kjúklingabringurnar úr ískápnum. Best með ísköldum þýskum hveitibjór.

Fyrsta færsla

Nú hefst nýtt tímabil í norrænu samstarfi.