10. ágúst 2007

sveppapasta

ekki beinlínis megrunarfæði en hrikalega gott:

Sveppapasta

100-200 g nýir villisveppir
smá smjör

ferskt óreganó (hellingur)
smá maldon salt
1 tsk púðursykur
1/2 tsk kálfakraftur
1 peli rjómi
1 peli kaffirjómi
örlítið af sósuþykkjara

meira salt ef þarf

Fettucine eða tagliatelle pasta
Nóg af nýrifnum parmaosti

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum.

Steikið sveppina á pönnu í smjörinu ásamt oreganóinu. Myljið yfir smá salt. Hellið rjómanum og kaffirjómanum yfir og látið suðu koma upp. Bætið kálfakrafti og púðursykri við ásamt sósujafnara eftir smekk (ekki gott að þetta verði mjög þykkt). Sjóðið saman smástund.

Látið vatnið renna af pastanu og hrærið sósunni strax saman við. Berið fram með parmaostinum.

2. ágúst 2007

rabarbarabaka

Þessi hefur ekki komið hér fyrr, held ég:

RABARBARABAKA:

2 skeiðar hveiti
1/2 bolli sykur

blanda, setja í eldfast mót

2-3 rabarbarastilkar skornir niður og settir yfir (reyndar betra að rabarbarinn hafi frosið, nóg í 1-2 tíma)

1/2 bolli hveiti
1/2 - haframjöl
1/2 - púðursykur

blandað saman og sett ofan á

1/2 bolli brætt smjör

sett efst.

Bakað í 1/2 klst á 175° c