28. apríl 2004

smørrebrød

Ég er nú voðalega lítið fyrir smørrebrødet sko. Meika ekki þetta stanslausa rúgbrauð-með-mæjónesi-át. Reyni samt:

Hið næstum því fullkomna smurbrauð er rúgbrauð með grófri lifrarkæfu, súrri gúrku og smá sky (svona gelatínsull). Það er nefnilega ekki svo fullkomið af því að maður getur borðað svo mikið af því að maður fær ógeð.

Hið fullkomna smurbrauð er aftur á móti flóknara að gera því það tekur tvo daga. Fyrst steikir maður mjög fínskorinn lauk og 1/2 til heilan mjög fínskorinn chillipipar á pönnu með kjúklingalundum og salt og pipar. Þegar þetta er búið að steikja smá stund hellir maður einum til einum og hálfum dl af vatni og einni matskeið af hrásykri og einum dl af balsamico ediki yfir og lætur sjóða þangað til vökvinn er næstum því allur gufaður upp. Inn í ískáp.

Dagur 2:

Rista brauð. Smyrja. Salat, tómat (má vera sólþurrkaður), vorlauk, ristaðar furuhnetur og kjúklingabringurnar úr ískápnum. Best með ísköldum þýskum hveitibjór.

Engin ummæli: