var ég búin að senda uppáhalds kjúklingabringuuppskriptina mína?
kjúklingabringur, teknar sundur
100 g heslinhetur, muldar
brauðmylsna
smjör
fersk salvía, blöðin bara klippt smá í sundur en þarf ekki að saxa
salt
pipar
blandið saman hnetum og brauðmylsnu. veltið bringunum upp úr blöndunni. hitið í örfáar mínútur í smjörinu með salvíublöðunum við vægan hita. á ekki að brúnast, en gerir ekkert til þó brúnist smá samt. saltað og piprað að vild.
setja í eldfast fat og steikja í ofni við 150° í 10-15 mínútur.
við höfum yfirleitt basmatihrísgrjón og einhverja góða kalda sósu með þessu. tær snilld í einfaldleikanum
12. september 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli