10. júní 2004

ösku(busku)kjúklingur

sko ... húsbóndinn af bæ og því lenti það á mér að elda ofan í okkur mæðgur á versta tíma dagsins eftir þriggja kortéra hjólatúr í rigningu með mörg kíló í töskum og pokum og barnið sofandi aftan á ... en ég eldaði einfalt og ljúffengt og þá varð allt gott á ný:
tvær kjúklingabringur maríneraðar í safa af einni sítrónu ... látið liggja eins lengi og þolinmæðin leyfir
salt og pipar
olía á pönnu og bringunum skellt út á með stæl ... látið einhvern annan segja hversu lengi á hvorri hlið, ég var ekki einu sinni með úr
skellti smá rósmaríni út á líka
og svo var það punkturinn yfir i-ið ...
parmesan, og bara nóg af honum

í eftirrétt var boðið upp á pekanhnetuís með sjóðheitu expressókaffi út á (handa mér) namminamm

annars, ég hlakka til að borða fiiiisk á íslandi.

Engin ummæli: