29. apríl 2004

Fyrsti í fjúsjón

Stína kallar þetta fjúsjón mat. Það má. Þetta er fyrir fjóra.

250 gr djúpfryst heil spínatblöð (pakkaspínat)

1 tsk múskat
salt
250 gr kotasæla
2 dl rifinn ostur

sósan
2 gulir laukar
200 gr sveppir
1msk olía
1 dós tómatmauk (eða heilir tómatar í dós eða eitthvað)
1 boulljon teningur með mynd af nauti
2 marin hvítlauksrif
10 grænar ólífur
1 msk þurr basilika
1 msk oreganó

6 lasagne plötur
1 dl mjólk


sko...


1. Þýðið spínatið (t.d. í örbylgjuofni) og blandið því svo saman við kotasæluna (bara í venjulegri plastskál). Kryddið með salti og múskati.

2. Hakkið lauk og sveppi og steikið "létt" upp úr olíu á pönnu. Blandið tómatmaukinu saman við og hvítlauknum auðvitað... -Látið malla í kannski 10 mínútur.

3. Bætið ólífunum við tómatsósuna, kryddið svo með basiliku og óreganói.


síðan...

4. Setjið sitt á hvað kotasælu/spínat og tómatsósuna í smurt ofnfast mót og setjið lasagne plötur á milli laga eða eftir smekk.
5. Setjið rifinn ost yfir. Og síðast, -en ekki síst... -hellið einum dl af mjólk yfir allt saman !

6. Inn í 225 gráðu heitan ofn í a.m.k 30 mínútur, -eða þangað til þetta lítur út eins og gott fjúsjón spínatlasagna.

Engin ummæli: