keypti chiabattabrauð í gær, byrjaði á því að bjóða Margréti Maríu og vinkonu hennar í Bruschettu í hádeginu.. mikið svakalega var það gott. Hér kemur uppskriftið:
handa 3
5 vel þroskaðir tómatar (notaði plómu en má örugglega nota góða íslenska)
2 hvítlauksrif
3 stórar eða 6 litlar sneiðar af chiabatta
8-12 basilikulauf
maldon salt og nýmalaður pipar
6 msk góð græn ólífuolía
skerið tómatana í tvennt, nuddið salti í sárið og snúið niður til að láta leka af þeim í umþb hálftíma.
ristið brauðið og nuddið hvítlauknum vel í það. hellið helmingnum af olíunni yfir, saltið og piprið. Skerið tómatana í bita, setjið yfir og rífið svo basilikkuna yfir. Þetta er þvílíkt gott!
svo um kvöldið gerði ég uppáhalds rækjuréttinn minn sem er frá Jamie Oliver, bjó svo vel að eiga tengdapabba sem var á rækjubát og þá fékk ég ósoðnar rækjur sem eru auðvitað miklu betri þannig að reynið að komast yfir svoleiðis. Gæti verið sjens í öllum betri fiskbúðum, t.d. fylgifiskum. Rétturinn virkar samt fínt með venjulegum sko, verður bara að passa að sjóða rækjurnar þá ekki eins lengi. en hér kemur þessi skrift:
fyrir 4
500 gr rækjur, helst hráar
hellingur af ólífuolíu
tvö rauð chili, fræhreinsuð
þumalputtastórt stykki af ferskum engifer
2 hvítlauksrif
safi úr 1-2 sítrónum
handfylli af steinselju, helst ítalskri, flatblaða
4 stórar eða 8 litlar sneiðar af chiabatta
saxið chili-ið smátt, rífið engiferinn og kremjið hvítlaukinn á pönnu. Hendið sosum 4 matskeiðum af ólífuolíu og rækjunum saman við (ekki strax ef þið eruð að nota soðnar) látið malla við meðalhita í 3-4 mínútur, setjið þá aðrar 3-4 msk olíu (já ég veit, ég veit!) út í og kreistið sítrónusafann saman við. ristið brauðið á meðan þetta er að gerast og að hendið að lokum steinseljunni saman við, kryddið með maldon salti og pipar ef vill (mér finnst það varla nauðsynlegt), hellið yfir brauðin og njótið! Mikið af köldu riesling er NAUÐSYNLEGT hérna sko, við vorum að drekka þetta hérna.. eitt af uppáhalds vínunum okkar jóns.. smellpassaði algjörlega :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli