þessi fiskréttur er sko svo svaðalega góður að ég hef varla eldað annan fisk síðan ég prófaði hann fyrst.. þó hann geti nú seint talist heilsufæði ;)
uppskriftin passar fyrir þrjá, þannig að breytið og bætið eftir þörfum..
400 gr hvítur fiskur (ýsa, þorskur, hlýri eða eitthvað þesslags)
4 meðalstórar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
2 gulrætur skornar í bita
1/4 blómkálshaus rifinn í greinar
1/2 græn papríka smátt söxuð
30 gr smjör
salt og pipar
1 dl mjólk
60 gr humarsmurostur
60 gr rjómaostur með kryddblöndu
1/2 teningur fiskikraftur
75 gr rifinn ostur
steikið kartöflur, gulrætur og blómkál í smjörinu í 4-5 mínútur. Skerið fiskinn í sneiðar og raðið ofan á, saltið og piprið eftir smekk. Dreifið papríkunni ofan á.
Blandið saman með mixara eða með því að hita saman í potti humarostinn, rjómaostinn, mjólkina og fiskikraftinn. Hellið yfir fiskinn og setjið svo ostinn yfir og bakið í 200 gr heitum ofni í 40 mínútur.
Þetta er algjör snilld.. grænmetið sýður í ostasósunni og verður ÞVÍLÍKT bragðgott, sérstaklega kartöflurnar.
Þessi uppskrift kemur frá snillingunum úr kennaraeldhúsi Flataskóla þar sem mamma var að kenna, þó ég sé nú aðeins búin að laga hana að mínum smekk, minnka vökvann og auka ostinn osfrv ;)
Á fleiri góðar frá þeim, t.d. skyr-ýsu sem er líka algjört æði.. gæti hent henni hér inn við tækifæri :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli