29. apríl 2004

asískur drottningarhafragrautur

af thví ad ég er svo stolt af ad fá ad vera med ykkur, thrátt fyrir léleg tilthrif vid eldavélina undanfarin 2 ár, langar mig ad deila med ykkur einni splúnkunýrri uppskrift úr asíueldhúsinu í trekt.

en fyrst thetta:

ég var doltid matvond sem krakki, en med auknum throska hef ég látid af matvendninni ... ad mestu leyti. ég er farin ad borda sveppi og ólífur og maísbaunir og finnst gott ad hafa raudvín í sósum eda sérrí í eftirréttinum, osfrv.
einhverra hluta vegna hefur mér thó ekki fundist ástaeda til ad taka hafragrautinn í sátt. mér bara fannst hann einu sinni vondur og hlýtur ad finnast enn. thó hef ég ekki átt í neinu basli med ad útbúa hafragraut fyrir hafragrautselskandi fjolskyldumedlimi.
en, batnandi manni er best ad lifa. nú hafa ordid tímamót í mínu lífi:
ég er farin ad borda hafragraut. mér finnst hafragrautur gódur. ég vil helst byrja hvern dag á thví ad borda hafragraut. en thad verdur ad vera helgarútgáfan, eda konunglegur hafragrautur ... í tilefni af drottningardegi í hollandi á morgun hlýtur hann nafnid drottningarhafragrautur og er svona:

1. grauturinn

haframjol og vatn (1 á móti 3)
pínu salt
meiri kanill

mallad vid lágan hita nokkra stund

slatti af rúsínum

nú er grauturinn klár

2. trikkid

krókant múslí
nidurskorinn banani
mjólk

grautarsletta í skálar (bangsapabbi faer risastóra, bangsamamma medalstóra og bangsi litli alveg mátulega)
múslíi og bananasneidum baett út á og mjólkinni hellt yfir

bordad af bestu lyst ...namminamm

Engin ummæli: