18. apríl 2006

salatið

var beðin um uppskriftina að salatinu úr fermingarveislunni miklu. Kemur hér án uppgefinna magna. (sic)

ferskt spínat
vel þroskað avocado
sítróna
furuhnetur
parmaostur

Spínatil skolað og sett í skál, avocado skorið í bita, sítróna kreist yfir til að kjötið dökkni ekki. Furuhnetur ristaðar á pönnu og hellt yfir, parmaostur skorinn í frekar stórar flögur og dreift yfir í lokin.

Ég var ekki með neina sósu en það mætti náttúrlega skvetta yfir þetta smá af góðu balsamediki. Hefði sjálf kosið að krydda avocadoið örlítið, jafnvel bara pínu salt. En þetta var annars nokkuð gott, bara.