26. maí 2004

hafði

paelo í kvöld, hörkugóður en segðu mér kristín, sýður maður réttinn með eða án loks? notaði lok og fannst þetta full bragðlítið.

sá minnsti (4 ára) borðaði með bestu lyst en sú 8 ára fitjaði upp á trýnið. það er reyndar mjög erfitt að fá hana til að borða framandlegan mat, þannig að það var ekki skrítið.

18. maí 2004

Majones

Hæ. Eins og við flest vitum er Gunnars majones engu líkt og enginn veit hvað átt hefur fyrr en farinn er til útlanda og misst hefur. Eldhústilraunir við rækju- og túnfiskssallöt misheppnast ítrekað vegna þess eins að útlenska majonesið er ógeð... Tilgangur þessara skrifa er að vara við ákveðnum majonesframleiðendum auk þess sem ég skora á þá sem kunna að búa til gott majones "from the scratch" að ljóstra upp leyndarmálinu.

TEGUNDEINKUNN
Findusviðbjóðslegt
Kavliógeð
Blåvittí neyð

Áskorun tekið 2004.is

Saffran -fæst í apótekinu !!
Lussebullar ca 40 stk.


50 gr ger
200 gr smjör
5 dl mjólk
2 pakkar saffran
2 dl sykur
1/2 tsk salt
14-15 dl hveiti
1 egg
rúsínur

1. Bræða smjör við lágan hita í potti
2. Hella mjólkinni í pottinn og hita þangað til þetta er orðið volgt.
3. Bæta saffran í pottinn
4. Hella heitri mjólkurblöndunni yfir gerið (í rúmgóða skál) svo það leysist upp.
5. Bæta við sykri, salti og hveiti. Hnoða í höndunum þar til deigið er orðið "mjúkt og hvítt"
6. Láta deigið hefast í 40 mínútur.
7. Búa til lusseboller úr deiginu, setja þær á bökunarpappír á ofnplötu,
8. Láta bollurnar hefast aftur í 40 mínútur. Setja ofninn á 225.
9. Pensla með hrærðu eggi, setja rúsínur í bollurnar og svo allt saman inn í ofn í 8-10 mín.
10. Smaklig maltid....


14. maí 2004

áskorun

Ég skora hér með á sænska hluta brallsins að koma með góða uppskrift að saffranbollum.

Ég veit að Lúsíumessan er í desember, en mig vantar allillskyggilega svona uppskrift.

8. maí 2004

fiskur DAUÐANS!! (já, eða fiskur í ostasósu..)

þessi fiskréttur er sko svo svaðalega góður að ég hef varla eldað annan fisk síðan ég prófaði hann fyrst.. þó hann geti nú seint talist heilsufæði ;)

uppskriftin passar fyrir þrjá, þannig að breytið og bætið eftir þörfum..

400 gr hvítur fiskur (ýsa, þorskur, hlýri eða eitthvað þesslags)
4 meðalstórar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
2 gulrætur skornar í bita
1/4 blómkálshaus rifinn í greinar
1/2 græn papríka smátt söxuð
30 gr smjör
salt og pipar

1 dl mjólk
60 gr humarsmurostur
60 gr rjómaostur með kryddblöndu
1/2 teningur fiskikraftur

75 gr rifinn ostur

steikið kartöflur, gulrætur og blómkál í smjörinu í 4-5 mínútur. Skerið fiskinn í sneiðar og raðið ofan á, saltið og piprið eftir smekk. Dreifið papríkunni ofan á.
Blandið saman með mixara eða með því að hita saman í potti humarostinn, rjómaostinn, mjólkina og fiskikraftinn. Hellið yfir fiskinn og setjið svo ostinn yfir og bakið í 200 gr heitum ofni í 40 mínútur.

Þetta er algjör snilld.. grænmetið sýður í ostasósunni og verður ÞVÍLÍKT bragðgott, sérstaklega kartöflurnar.

Þessi uppskrift kemur frá snillingunum úr kennaraeldhúsi Flataskóla þar sem mamma var að kenna, þó ég sé nú aðeins búin að laga hana að mínum smekk, minnka vökvann og auka ostinn osfrv ;)
Á fleiri góðar frá þeim, t.d. skyr-ýsu sem er líka algjört æði.. gæti hent henni hér inn við tækifæri :)

KókoOoOoOoOskúlur Álfrúnar og Stínu

100gr smjör
3dl haframjöl
1 1/2dl kókosmjöl
1 1/2dl flórsykur eða strásykur
1tsk vanillusykur eða vanilludropar
2msk kakó
1msk kaffi
Blandaðu öllu saman í skál (sigtaðu kakóið og flórsykurinn) og hnoðaðu deigið með HÖNDUNUM. Búðu til kúlur, veltu gjarnan uppúr kókosmjöli og settu í frysti eða ísskáp. Hafa þær þar þangað til þær verða harðar. Njótið Vel :)

7. maí 2004

Kjötbollur DAUÐANS!!

Þetta eru sko kjötbollur í lagi.. en af því að ég er svo löt fáiði bara link ;)

Nigellubollur...

kjötbollukveðjur úr Fossvoginum..

6. maí 2004

ef þetta er ekki fúsjón má ég hundur heita

Það kemur stundum fyrir að ég kaupi tilbúna frosna pítsu í pakka í SuperBrugsen. Þetta eru svona ameríkanskar pitzur með þriggja sentimetra þykkum botni og ógeðslegar á bragðið.

Ég keypti mér svona pitsu í gær og bakaði í ofninum. Svo smurði ég hana með þykku lagi af rótsterku Mango Chutney. Hún varð ekki skárri af því. Bara svo þið vitið af því...

4. maí 2004

beikon trix

Stökkt beikon er aedi!
Leggid beikonid a disk, 2 eldhusblod undir og 2 yfir. Inni orbylgjuofn i kannski halfa til eina minutu (kannski lengur, tekkid bara..) og afraksturinn er stokkt beikon og bara 1 ohreinn diskur!

fljótlegt

hér kemur minn fljótlegi réttur, þó ég geti nú ekki slegið helgu út í þeim pakka

Eldsnöggt spaghettí:

Sjóðið spaghettí

á meðan á suðu stendur:

klippið einn pakka af beikoni í ræmur, steikið á pönnu við vægan hita (á ekki að verða stökkt)

hellið einni krukku af salsasósu út á beikonið og hitið að suðu

rífið fullt af parmiggiano yfir pastað þegar það er soðið

hellið sósunni út á

mmmm!

3. maí 2004

Pae-lo, kinversk/taelenskur kjuklingarettur, lika fyrir born ;)

3-4 korianderraetur (engin haetta tho thetta se ekki til, haegt er ad baeta upp korianderbragd seinna med thvi ad baeta korianderlaufum uti rett adur en retturinn er borinn fram)
pipar (helst hvitur, annars svartur)
2-3 hvitlauksrif
3 msk olia
1/2 kg kjuklingur (kjuklingaleggir (c.a. 8) thykir mer bestir i thessum retti, mikilvaegt ad taka skinnid af. Annars er haegt ad nota kjuklingavaengi)
1 msk Chinese five-spice blend, odru nafni Paelo powder (mikilvaegt! Duftid inniheldur m.a. kanel, koriander og anis)
1 msk ljos sojasosa (japonsk eda kinversk)
1 msk dokk sojasosa (retturinn verdur ekki misheppnadur ef thessu er sleppt. Dokka sojasosan er saet, svo ef henni er sleppt tha tharf madur mogulega ad baeta meiri saetuefnum i rettinn)
1/2 msk fiskisosa (smakka til.. kannski meira)
2 palmasykursskifur (ekki gefast upp.. haegt er ad nota venjulegan strasykur (3-5 msk) i stadinn, en Palmasykurinn er betri ;-)
1 litri vatn (ma kannski vera adeins meira)
5 hardsodin egg
sodnar kartoflur (ef vill)(bara ef thaer eru til! Mer finnst gott ad hafa thaer med, en thaer eru ekki i hinu klassiska Paelo)
3 litlir laukar (eda 2 storir, skerid hvern lauk i 4-8 bata)
------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hardsjodid 5 egg, kaelid og fjarlaegid eggjaskurn. Merjid sundur og saman korianderraetur og hvitlauk og brunid a ponnu. Piprid. Baetid Paeloduftinu uti oliuna og veltid kjuklingnum uppur leginum vid ekki of haan hita. Thegar hingad er komid vid sogu tharf eg ad hella ollu i pott, thvi pannan min er ekki nogu djup. Baetid vatninu uti, sojasosu, fiskisosu og sykri. Sjodid vid lagan hita i 40 min, baetid tha uti eggjunum, lauknum og kartoflum og sjodid i 20 min i vidbot! Her er matulegt ad setja hrisgrjonin undir. Hendid nokkrum korianderlaufum uti rett fyrir atu.

Thessi rettur er aegilega bragdgodur og krokkum finnst hann lika aedi! Kjuklingaleggirnir verda ykt jumm eftir klukkutima sudu ;-)

Eina kjötbollusósan með viti

Undirbúningstími:10 sek
Réttur þessi ætti að vera tilbúinn á innan við mínútu og það tekur mig sjaldnast lengur en aðra mínútu að torga honum.

Blandið saman við vægan hita á pönnu 1 dl Chili sósu og 1/2 dl af rifsberjahlaupi. Hellið kjötbollum frjálslega á pönnuna. Tilbúið.