26. október 2005

Nett norðurAfríkulegur kjúlli í römertopf..

Kjúklingur (1 heill eða bringur 900g)
grænar ólífur (lítil krukka)
capers (hálf lítil krukka)
sveskjur (ca 200g)
rauðvínsedik 3/4 dl
ólífuolía 1og1/2 dl
salt og pipar
00000000000000000

Best að setja í eldfastmót með loki! Römertopf virkar ýkt vel. Rúmur klukkutími á rúmum 200 gráðum. Kúskús með. Fékk þetta hjá Huldu og Gauta, c.a. svona.. Er búin að elda þetta lonogdon síðan ;) Sveskjurnar verða ýkt jummí. Ekki spara þær. Magnið af ólífum og capers fer líka bara eftir smekk.

Mæli með pinotage þrúgunni frá S-Afríku með ;) Douglas Green er t.d. rosa góð!

ööööööööööööööööööööööööö
Auglýsi eftir Marokkóskum og fleiri N-Afríku inspíreruðum réttum!

7. október 2005

steinbítur

Ekki er nú hægt að segja að listinn iði beinlínis af lífi þessa dagana. Er enginn að elda neitt spennandi?

Við vorum með ansi góðan steinbít í gær, eldgömul uppskrift klippt út úr Mogganum:

800 grömm roðlaus og beinlaus steinbítur
Hveiti
salt
pipar
barbekjúsósa til að pensla, (við notuðum Hickory & brown sugar)
smá smjör (mætti sjálfsagt vera olía)

Fiskurinn skorinn í bita, hristur upp úr hveiti, salti og pipri. Penslaður með barbekjúsósu á öllum hliðum. Steiktur í smjörinu 2 mínútur á hlið.

Sem meðlæti höfðum við bara salat, vorum með kínakál, papriku og tómata og smá sinnepsdressingu. Engar kartöflur eða hrísgrjón eða neitt þannig.

Dugði vel í kvöldmatinn handa okkur fimm + kötturinn fékk meira að segja afgang. Öllum aldursflokkum þótti þetta gott, meira að segja stelpunum sem neita alltaf að borða fiskinn í mötuneytinu...