31. mars 2005

Baunasalat með halloumi (griskum osti)

Fyrir 2-4
2x400 g kjúklingabaunadósir (eða aðrar góðar baunir eins og t.d. soja-, nýrna-, smjörbaunir eða blöndu af þessu)
lögur:
2 msk af ferskum kóríanderblöðum (klipptum) og/eða steinselju.
3 msk ólívuolía
1 msk sítrónusafi
1 hvítlauksrif
tamari (japönsk sojasósa)
sjávarsalt og nýmalaður pipar
---------------
200 g halloumiostur (fæst hér í hvítu plasti)
1 msk ólívuolía
100 g klettakál (ruccola) eða baby spínat
12 kirsuberjatómatar skornir í tvennt
100 g svartar ólívur

Blandið kryddlögin, takið frá ca. 2 msk og hellið rest yfir kjúklingabaunirnar. Gott er að láta baunirnar standa í leginum í einhvurn tíma ef hann er til.
Skerið ostinn í 1/2cm þykkar sneiðar og steikið uppúr ólívuolíunni í 1mín á hvorri hlið (á að brúnast). Búið til fjall af salati á hvern disk, hellið baunum yfir og skreytið með tómötum og ólívum. Skellið heitum ostinum yfir, 3 sneiðar á mann og ringlið restinni af kryddleginum yfir. Gott að hafa nýtt brauð með ;)

24. mars 2005

kjúklinga- og sítrónugrasssúpa

matreiðslumeistari heimilisins hefur verið í ,,hugmyndalegri'' lægð í eldhúsinu undanfarið, sem þýðir að ég hef loks fengið tækifæri til að rifja upp gamla takta bak við eldavélina. þar sem þeir voru næstum gleymdir og meistarinn búinn að gera flesta gömlu réttina mína að sínum hef ég verið að finna upp á nýjum réttum á repertúar fjölskyldunnar. hér er einn sem ég er afskaplega ánægð með. en þetta er enginn skyndibiti (þó hægt að kaupa svona svipað á krúa tæ, minnir mig). uppskriftina fann ég á veraldarvefnum.
3 skinnlausar kjúklingabringur
4 sítrónugrassstilkar, innsti hlutinn
2 vorlaukar, fínt sneiddur
fínt rifinn börkur og safi úr 1 límónu
1 msk fiskisósa (nam pla)
1 tsk muscovado sykur (notaði hrásykur), meira eftir smekk
2-3 rauð eða græn chilli, fræhreinsuð
900 ml kjúklingasoð
5 sm fersk engiferrót
25 g ferskt kóríander
1 lítill laukur eða 2 skallottulaukar, fínt saxaðir
1 tsk fennelfræ
1 hvítlauksrif
1 tsk jarðhnetuolía
400 g kókosmjólk
salt og nýmalaður pipar

1. skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar. setjið í "non-metallic" skál. sneiðið einn sítrónugrassstilkinn mjög þunnt og dreifið yfir kjúklinginn ásamt vorlauknum. bætið við límónuhýðinu, fiskisósunni og sykrinum og blandið öllu vel. látið marinerast í 30-60 mín.
2. sneiðið afganginn af sítrónugrasinu og chillíin 2 gróft og setjið út í kjúklingasoðið ásamt helmingnum af engiferinu (í sneiðum) og öllum kóríanderstilkunum (geymið laufin). hitið að suðu og látið svo malla í 30-60 mín. síið.
3. steikið laukinn, fennelfræin, hvítlaukinn og afganginn af engiferinu, fínt söxuðu, í olíunni í stórum potti þar til laukurinn fer að mýkjast. bætið síuðu soðinu við og mallið í 10 mín. bætið þá kókosmjólkinni út í. þegar maukið fer að malla aftur bætið kjúklingnum og öllu sem honum fylgir auk helmingi kóríanderlaufanna. mallið í 6-7 mín þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
4. bragðbætið með límónusafa, salti og pipar og meiri sykri (ef vill), dreifið afganginum af kóríanderinu yfir og þriðja chillíinu, fínt söxuðu, ef vill.

etið með ánægju og hrísgrjónum.

22. mars 2005

Halloumi

er grískur ostur sem ég hugsa um á hverjum degi! Stína: værirðu til í að setja grænmetishalloumibaunasalatréttinn hér á vefinn? Plís...

ps. skulda ykkur uppskrift að grískum kjötbollum og mömmuspesi - kemur kannski á þessu ári ;)

20. mars 2005

ostasalat

samkvæmt beiðni Hallveigar. Þetta er samt ekki rétturinn sem ég var að tala um að setja hér inn í gær. Bíður betri tíma.

Ostasalat:

1 camembert
1 piparostur
1 rauð paprika
1 blaðlaukur (aðeins hvíti hlutinn notaður)
1/4 dós ananaskurl
1 lítil dós mæónes
1 dós sýrður rjómi
10-15 rauð vínber

Hrærið saman mæónesi og sýrðum rjóma
Skerið allt hitt í litla bita og blandi? saman við
Gott að láta standa í a.m.k. klukkutíma áður en borið fram.

19. mars 2005

sukkulaðihnetukakan...

var ég nokkurn tímann búin að setja hér inn aðal klassíkerinn á kökuborðum heima hjá mér? (tja, þann sæta amk, kannski kemur heita brauðið síðar)

Þessa fékk ég hjá kórfélaga úti í Danmörku, yfirleitt fljót að klárast. Eitt stykki í ofninum núna, fyrir síðbúið afmælishóf á morgun.

Súkkulaðihnetukaka Dorthe:

150 g. suðusúkkulaði
150 g. heslihnetur
100 g. sykur
3 egg

Egg og sykur þeytt saman uns ljóst og létt. Hnetur og súkkulaði saxað mjög smátt og blandað við eggjahræruna. Bakað í vel smurðu tertuformi við 200° í 25 mínútur. Athugið, kakan á að vera blaut!!! Og já, það er rétt, ekkert hveiti, ekkert smjör... ;-)
Skreytt með þeyttum rjóma og ávöxtum árstíðarinnar. (best vatnsmelóna)

10. mars 2005

Sunnudaginn var bjó ég til lummar handa bónda mínum eins og venja er á þeim ágæta degi.
Varð fyrir miklum innblæstri frá pönnukökum sem ég fékk á veitingarstað í San Francisco seinasta sumar sem olli því að ég setti peakanhnetur, banana og kardimmommu í degið. Í nokkrar þeirra setti ég einnig saxað súkkulaði til hressingar.
Við borðuðum þessar lummur með Scrabble og kaffi einu saman en eflaust er gott að setja smjör, sýróp, ís eða rjóma á þær. Án þess eru þær samt miklu hollari og ekki eins mikið sykurjukk.

Allaveganna hér er grunn lummuuppskrift sem ég fékk úr þeirri ágætu bók: Maturinn hennar mömmu.

400 g hveiti(ég setti um 300 g þar sem ég setti banana og hnetur í staðinn)
2 tsk lyftiduft
1 msk sykur(setti svona um 1-2 msk)
2 egg
1 dl mjólk(átti litla mjólk þannig að ég setti um hálfan dl mjólk og svona 1-2 dl súrmjólk)
50 g smjör (brætt á pönnunni)

Minn viðbætingur:
2 bananar(stappaðir saman með gaffli)
2 dl peakanhnetur(saxaðar)
1 tsk kardimommudropar

Hrærið saman egg og mjólk. Bræðið smjörið. Blandið saman þurrefnum. Hrærið smjörinu í þurrefnin og bætið eggjablöndunni út í. Hrærið með sleif uns degið er slétt og samfellt. Bætið stöppuðu bönunum, peakanhnetunum og kardimommunum út í..
Steikið 3-4 lummur í einu í lítilli feiti á meðalheitri pönnu. Berið fram með sultu og sykri.

Viðbætur úr bókinni: Maturinn hennar mömmu.
Svo ef þið gerið eingöngu grunnuppskriftina. Bæta má 75-100 g af rúsinum út í degið. Einnig er gott að hafa í það kaldan grjónagraut en þarf minna af hveiti. Nota má 200 g graut og 250 g hveiti. (Ég geri þetta einstaka sinnum þegar ég á grjónagrautsafgang í ískápnum).

Allaveganna ég bakaði um eina stóra lummu í hvert sinn þegar ég bakaði bananalummurnar. Lummur er skemmtilegt að baka og svo er alltaf hægt að bæta í degið það sem maður á og langar í hverju sinni. Alveg ansi auðvelt og fínn sunnudagsmorgunmatur þegar maður er bara í rólegheitunum. Hægt að setja ýmis ber í degið, hnetur, múslí og hvað eina.(Bjó einu sinni til múslí lummur og þær voru mjög góðar með osti).

GerdiJohnson talar frá LA

kreist og hrist

Nú bætist Gerd John's brátt við brallið og er hér með skorað á hana að deila með okkur uppskriftum að kalífornískum grassöfum og jógúrthristingum með bananabragði.

4. mars 2005

grasekkja með grasker

fyrirsögnin er plat!
ég er ekki grasekkja þótt kallinn sé ekki heima, og ég bauð heldur ekki upp á grasker í kvöldmatinn, reyndar var það kallinn sem sá um að reiða fram eftirfarandi rétt fyrir nokkru. uppskriftin er úr bók sem ber nafnið vegetarian italian cooking. mæli alveg með þessu ...
graskers- og pistasíurísottói:

1,2 lítrar grænmetissoð
"slatti" af saffrani (sem er náttúrlega ekki slatti í venjulegum skilningi)
2 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, kramin
450 g rísottó (arborio) hrísgrjón
900 g graskerskjöt, skorið í 2 sm teninga
200 ml þurrt hvítvín
3 msk parmesan-ostur, rifinn
50 g pistasíuhnetur
3 msk ferskt, saxað marjoram eða oregano (og svo eitthvað til skrauts, ef vill)
salt, nutmeg (æ, man ekki hvað það heitir á ísl) og steyttur svartur pipar ... eftir smekk, að sjálfsögðu

1. útbúið soðið (sjóðið og leysið upp tening ef því er að skipta), setjið smá í skál og leysið saffranið upp í því.

2. hitið olíu á stórum potti, svitið lauk og hvítlauk við vægan hita í svona 5 mínútur. bætið hrísgrjónum og graskersbitunum út í þar til grjónin verða glær.

3. skutlið hvítvíninu út á og náið góðri suðu. þegar grjón/grasker hafa drukkið í sig vökvann bætið fjórðungi soðs, auk saffran-soðsins, við. hrærið stöðugt.

4. smábætið soðinu við (ausu og ausu í senn). látið grjónin drekka vökvann í sig fyrir hverja gusu. hrærið stöðugt í. eftir um 20-30 mín. ættu grjónin að vera gullin og krímí og alveg mátulega soðin.

5. skellið ostinum út í, hrærið í, lokið pottinum og látið bíða í 5 mín.

6. og nú bætast hnetur og kryddjurtir út í, salt, nutmeg og pipar eftir smekk.

drekkið með þessu afganginn af hvítvíninu ... jömmíjömm.
ég viðurkenni að þetta er spes, en samt ferlega ljúffengt.