11. júlí 2012

spakettí með laxi og blaðlauk

Tilraunaréttur áðan og tókst svona líka ljómandi vel. Hlakka strax til að borða afganginn í hádeginu á morgun:

500 g spakettí
2 blaðlaukar, ljósi hlutinn
smjör til steikingar
safi úr einni sítrónu
1 1/2 dl rjómi
1 msk dijonsinnep
300 g. lax (átti reyndar silung, ekki verra)
salt
chilipipar

Skerið blaðlaukinn í sneiðar og látið malla við vægan hita á pönnu í smjörinu í 5-6 mínútur. Á meðan laukurinn mallar, sjóðið spakettí eftir leiðbeiningum á pakka. Setjið sítrónusafa, rjóma, dijonsinnep og chilipipar saman við og hitið að suðu, Skerið laxinn/silunginn í fremur litla bita (daninn myndi segja mundrette bidder í sínum uppskriftum en mér finnst asnalegt að skrifa munnbita), setjið saman við sósuna og sjóðið þar til fiskurinn er rétt orðinn ljós í gegn, alls ekki of lengi.

Hellið af pastanu, sósuna yfir og njótið.