Þessi er víst æðisleg....
Mexíkósk kjúklingasúpa
Uppskriftin er fyrir 4
3 laukar
3 hvítlauksrif
1 rauður chillipipar
Allt saxað smátt, steikt á pönnu og sett í súpupottinn
1 flaska Granini tómatsafi
4-5 dl kjúklingasoð
2 tsk Worchestershiresósa
1 tsk chilikrydd
1 tsk cayenne pipar
2 dósir niðursoðnir tómatar, smátt saxaðir
Allt sett í pottinn og soðið við lágan hita í 45-60 mín
3-4 kjúklingabringur skornar í litla bita og steiktar, settar í pottinn og
soðnar með í 15 mín
Meðlæti: Guakamole 1 krukka, sýrður rjómi 1 dós, Nachos flögur og rifinn
ostur.
Hver og einn setur meðlætið á sinn súpudisk.
Verði ykkur að góðu!
4. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli