7. febrúar 2005

rækjur

Þættinum hefur borist bréf...

Hér kemur uppáhalds indverski rétturinn okkar, hér á heimilinu. Mmmm!

Indverskur rækjuréttur

500 g rækjur
1/2 dl matarolía
1 1/2 dl kasjúhnetur
1 stór laukur, í sneiðum
2 msk rifin engiferrót
2 msk pressaður hvítleukur
1/2 tsk chiliduft
1/4 tsk túrmerik
1 tsk kumin
2 maukaðir tómatar úr dós
1/4 ds hrein jógúrt
1 msk tómatkraftur
1 dl kókosmjöl
1/2-1 dl kókosmjólk
3 dl basmatigrjón
8 negulnaglar
4 kardimommur
1 kanilstöng
1 tsk salt
1 dl rjómi
saffran (nokkrir þræðir)

þíðið rækjurnar og þerrið. þvoið grjónin og látið liggja í bleyti í 15 mín. Sigtið vatnið frá. Hitið olíu á stórri pönnu. Bætið kasjúhnetunum út í og hrærsteikið þar til þær verða fallega brúnar. Geymið hneturnar á eldhúspappír. Bætið lauk út í sömu olíu og steikið, geymið hjá hnetunum. Bætið engifer, hvítlauk, chili, túrmeriki og kumin út í og steikið smástund. Bætið tómatmauki við og steikið áfram, síðan jógúrti og tómatkrafti, hrærið og steikið þar til olían skilur sig frá. Bætið kókosmjólk, kókosmjöli og salti við og hrærið í þar til blandan fer að þykkna. Setjið rækjurnar saman við, hrærið einu sinni og hellið öllu í eldfast fat.
Hitið ofninn í 180°. Hitið rjómann í örbylgjuofni í örstutta stund, bætið saffrani saman við og geymið. Hitið uþb 2,5 lítra af vatni í potti, bætið við negulnöglum, kanilstöng, kardimommum og salti og látið suðuna koma upp. Bætið hrísgrjónum við og sjóðið í 6-7 mínútur. Sigtið vatnið frá og setjið hrísgrjónin ofan á rækjurnar. Dreifið kasjúhnetunum og lauknum ofan á. Hellið síðan rjómanum yfir. Setjið álpappír yfir og lokið þannig að gufan haldist í mótinu. Bakist í 15-20 mínútur

Berið fram með rætu og nanbrauði

ræta:

1/2 agúrka, gróft rifin og safinn pressaður úr
1 ds hrein jógúrt
1/2 tsk salt
1/4 tsk cumin
1/2 ds sýrður rjómi
1/2 tsk sykur

hræra saman jógúrt, sýrðan rjóma, salt, cumin og sykur. Bæta við agúrkunni. Bera fram kalt

Engin ummæli: