7. febrúar 2005

bollabolla

hæ þið sætu öll..

gerði geðveikan jarðarberjarjóma inn í bollurnar í gær, fann hann í nýjasta gestgjafanum sem ég keypti því í því eru fullt af karríuppskriftum.. elska karrí sko (Hildigunnur, þú mátt alveg henda hérna inn indversku rækjunum)

eníhú, hér er rjóminn:

250 ml rjómi
1 msk ljóst síróp (ætla að prófa hlynsíróp næst)
150 gr fersk jarðarber

saxið jarðarberin smátt. Þeytið rjómann þar til hann er er orðinn næstum fullþeyttur, setjið þá sírópið saman við og stífþeytið rjómann. Blandið jarðarberjunum varlega saman við.

ákvað að prófa þetta því ég hafði gleymt að gera venjubundna vanillubúðinginn minn sem þarf að gera daginn áður. En þetta sló hann út full stop! :D

bollurnar eru svo auðvitað vatnsdeigs og með þykku lagi af ekta síríus konsúmi ofan á.. að sjálfsögðu..

Engin ummæli: