11. júní 2008

sumarsalat

Maður tekur tvö sumur...

/fimmeyringur

Höfum þetta salat sirka einu sinni á ári, nokkrir réttir sem eru þannig, rifsberjakjúklingurinn, rabarbaragrautur, rjómasveppapasta með nýtíndum sveppum, örugglega fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Svona árstíðabundnir.

Hér kemur:

250 g pasta, skrúfur eða fiðrildi
1 lítill laukur
1 stilkur sellerí
1 rauð paprika
150 g salamipylsa
200 g mildur ostur að eigin vali
125 grömm belgbaunir

dressing:
4 msk ólífuolía
2 tsk sinnep
salt
pipar
klipptar ferskar kryddjurtir að vild (vorum með esdragon, marjoram og basil)
safi úr hálfri sítrónu
hálft hvítlauksrif, marið, ef vill

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka, sigtið og skolið. Skerið lauk, papriku, sellerí og salami í litla bita og ostinn í strimla, skolið baunirnar. Blandið öllu saman í stóra skál. Hrærið allt saman sem í dressinguna á að fara og hellið síðan yfir salatið. Látið standa í kæli í amk. klukkutíma og berið síðan fram með ristuðu brauði eða öðru góðu brauði.

Engin ummæli: