Var að lesa í gegn um gamla bloggið mitt og rakst þá á þennan:
1 stórt silungsflak
smjör
8-9 blöð fersk salvía
1/4 bolli hvítvín
slatti af humarsoði (nota touch of taste soðin, megagóð)
þerrið fiskinn
brúnið smjörið á pönnu, með salvíublöðunum, við háan hita
steikið fiskinn, áfram á háum hita, snúið aðeins einu sinni
hellið soði og hvítvíni út á og látið malla í 5 mínútur, ég setti lok á en kannski betra að gera það ekki, til að halda roðinu stökku!
Gott er að bera fram soðnar kartöflur eða hrísgrjón með þessu.
14. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli