30. maí 2005

rækjur í gráðostasósu

ég var víst búin að lofa þessari...

Nú er svolítið misjafnt hvernig fjölskyldan býr til þennan, þeas hvernig gráðosturinn er meðhöndlaður en mér finnst best að gera þetta sirka svona:

1 dós sýrður rjómi (18%)
góður biti af gráðosti (fer eftir þoli)
perur úr dós + smá safi
rækjur
ristað brauð
svartur kavíar

Gráðosturinn bræddur og kældur. Sýrða rjómanum hrært saman við. Perur skornar í litla bita og hrært saman við, ásamt safa. Má ekki verða of þunnt.

Borið fram með rækjum og ristuðu brauði + kavíar til skrauts

Gráðostabragðið verður mjög milt og fínt, sýrði rjóminn dempar það. Ef maður vill öflugri ost má sleppa því að bræða hann, stappa bara saman við. Líka gott.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og var þetta borðað með bernessósunni? djók!

Hildigunnur sagði...

amminamm, rækjur í gráðosta- og béarnaisesósu...

naah, kjáninn þinn, þetta var forrétturinn ;-)

Nafnlaus sagði...

bætti við broddstöfum í fyrirsögnina ... graðostasosan var ekki alveg að gera sig

Hildigunnur sagði...

takk takk, ég veit ekki hvers vegna fyrirsagnalínan vill ekki taka broddstafi hjá mér. Hvernig breyttir þú þessu?

Nafnlaus sagði...

skrifa það í færsluna, klippi og lími ... eða nota firefox ... þetta er einhver safaridilla

huxy sagði...

ég hélt að þetta væri dauðans húmor og minnti mig á graðgönguna hjá braga ólafs, en rétturinn er sannarlega girnilegri svona.