13. maí 2005

óhollustan uppmáluð

bragðaði þetta fyrst á veitingastað rétt hjá tónlistarháskólanum í Stuttgart.

ferskt ravioli (helst með gorgonsola, eða bara osti, ekkert svona kjötsull eða pestó)

10 til 15 blöð af ferskri salvíu látin krauma litla stund með hvítlauk í ríkulegu magni af smjöri.

hellt yfir ravioliið og saltað með grófu salti og piprað með nýmöluðum svörtum pipar og miklum parmesanosti dreift yfir.


Þetta er viðbjóðslega óhollt, en sjúklega gott og var í kvöldmatinn hjá mér áðan. Núna er ítalska expressóið (eins og það heitir á Kaffitári) tilbúið og dökka belgíska súkkulaðið bíður.

Ef skúringafatan væri ekki í Danmörku hefði verið fengið sér í síló ... svona til að setja punktinn yfir i-ið ....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég var svo óttalegur asni að gleyma leyniorðinu að gamla kommentakerfinu og það var skráð á netfangið mitt í danmörku sem er búið að loka fyrir löngu síðan ... ef ykkur býður við þessu má alltaf reyna eitthvað annað en enetation er dautt forever! just get used to it!