matreiðslumeistari heimilisins hefur verið í ,,hugmyndalegri'' lægð í eldhúsinu undanfarið, sem þýðir að ég hef loks fengið tækifæri til að rifja upp gamla takta bak við eldavélina. þar sem þeir voru næstum gleymdir og meistarinn búinn að gera flesta gömlu réttina mína að sínum hef ég verið að finna upp á nýjum réttum á repertúar fjölskyldunnar. hér er einn sem ég er afskaplega ánægð með. en þetta er enginn skyndibiti (þó hægt að kaupa svona svipað á krúa tæ, minnir mig). uppskriftina fann ég á veraldarvefnum.
3 skinnlausar kjúklingabringur
4 sítrónugrassstilkar, innsti hlutinn
2 vorlaukar, fínt sneiddur
fínt rifinn börkur og safi úr 1 límónu
1 msk fiskisósa (nam pla)
1 tsk muscovado sykur (notaði hrásykur), meira eftir smekk
2-3 rauð eða græn chilli, fræhreinsuð
900 ml kjúklingasoð
5 sm fersk engiferrót
25 g ferskt kóríander
1 lítill laukur eða 2 skallottulaukar, fínt saxaðir
1 tsk fennelfræ
1 hvítlauksrif
1 tsk jarðhnetuolía
400 g kókosmjólk
salt og nýmalaður pipar
1. skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar. setjið í "non-metallic" skál. sneiðið einn sítrónugrassstilkinn mjög þunnt og dreifið yfir kjúklinginn ásamt vorlauknum. bætið við límónuhýðinu, fiskisósunni og sykrinum og blandið öllu vel. látið marinerast í 30-60 mín.
2. sneiðið afganginn af sítrónugrasinu og chillíin 2 gróft og setjið út í kjúklingasoðið ásamt helmingnum af engiferinu (í sneiðum) og öllum kóríanderstilkunum (geymið laufin). hitið að suðu og látið svo malla í 30-60 mín. síið.
3. steikið laukinn, fennelfræin, hvítlaukinn og afganginn af engiferinu, fínt söxuðu, í olíunni í stórum potti þar til laukurinn fer að mýkjast. bætið síuðu soðinu við og mallið í 10 mín. bætið þá kókosmjólkinni út í. þegar maukið fer að malla aftur bætið kjúklingnum og öllu sem honum fylgir auk helmingi kóríanderlaufanna. mallið í 6-7 mín þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
4. bragðbætið með límónusafa, salti og pipar og meiri sykri (ef vill), dreifið afganginum af kóríanderinu yfir og þriðja chillíinu, fínt söxuðu, ef vill.
etið með ánægju og hrísgrjónum.
24. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli