fyrirsögnin er plat!
ég er ekki grasekkja þótt kallinn sé ekki heima, og ég bauð heldur ekki upp á grasker í kvöldmatinn, reyndar var það kallinn sem sá um að reiða fram eftirfarandi rétt fyrir nokkru. uppskriftin er úr bók sem ber nafnið vegetarian italian cooking. mæli alveg með þessu ...
graskers- og pistasíurísottói:
1,2 lítrar grænmetissoð
"slatti" af saffrani (sem er náttúrlega ekki slatti í venjulegum skilningi)
2 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, kramin
450 g rísottó (arborio) hrísgrjón
900 g graskerskjöt, skorið í 2 sm teninga
200 ml þurrt hvítvín
3 msk parmesan-ostur, rifinn
50 g pistasíuhnetur
3 msk ferskt, saxað marjoram eða oregano (og svo eitthvað til skrauts, ef vill)
salt, nutmeg (æ, man ekki hvað það heitir á ísl) og steyttur svartur pipar ... eftir smekk, að sjálfsögðu
1. útbúið soðið (sjóðið og leysið upp tening ef því er að skipta), setjið smá í skál og leysið saffranið upp í því.
2. hitið olíu á stórum potti, svitið lauk og hvítlauk við vægan hita í svona 5 mínútur. bætið hrísgrjónum og graskersbitunum út í þar til grjónin verða glær.
3. skutlið hvítvíninu út á og náið góðri suðu. þegar grjón/grasker hafa drukkið í sig vökvann bætið fjórðungi soðs, auk saffran-soðsins, við. hrærið stöðugt.
4. smábætið soðinu við (ausu og ausu í senn). látið grjónin drekka vökvann í sig fyrir hverja gusu. hrærið stöðugt í. eftir um 20-30 mín. ættu grjónin að vera gullin og krímí og alveg mátulega soðin.
5. skellið ostinum út í, hrærið í, lokið pottinum og látið bíða í 5 mín.
6. og nú bætast hnetur og kryddjurtir út í, salt, nutmeg og pipar eftir smekk.
drekkið með þessu afganginn af hvítvíninu ... jömmíjömm.
ég viðurkenni að þetta er spes, en samt ferlega ljúffengt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli