19. mars 2005

sukkulaðihnetukakan...

var ég nokkurn tímann búin að setja hér inn aðal klassíkerinn á kökuborðum heima hjá mér? (tja, þann sæta amk, kannski kemur heita brauðið síðar)

Þessa fékk ég hjá kórfélaga úti í Danmörku, yfirleitt fljót að klárast. Eitt stykki í ofninum núna, fyrir síðbúið afmælishóf á morgun.

Súkkulaðihnetukaka Dorthe:

150 g. suðusúkkulaði
150 g. heslihnetur
100 g. sykur
3 egg

Egg og sykur þeytt saman uns ljóst og létt. Hnetur og súkkulaði saxað mjög smátt og blandað við eggjahræruna. Bakað í vel smurðu tertuformi við 200° í 25 mínútur. Athugið, kakan á að vera blaut!!! Og já, það er rétt, ekkert hveiti, ekkert smjör... ;-)
Skreytt með þeyttum rjóma og ávöxtum árstíðarinnar. (best vatnsmelóna)

Engin ummæli: