reyndar hafa Buffalo Wings ekkert með buffalóa að gera, heldur var uppskriftin fundin upp á bar í bænum Buffalo í New York fylki.
Þessa uppskrift notum við:
Vængir:
1 kíló af kjúklingavængjum,
3 msk smjör, brætt,
4 msk tabasco (notuðum bara tvær, heldur barnvænna, myndi nota meira ef við værum bara að gera fyrir okkur)
1 msk paprika
1/2 tsk salt
1/2 tsk cayennepipar
1/4 tsk svartur pipar
Gráðostasósa:
1/2 bolli sýrður rjómi
1/2 bolli mæónes
1/2 bolli gráðostur
1 msk hvítvínsedik eða annað hvítt edik
1 hvítlauksrif
Uppskriftin segir klippa ysta liðinn af vængnum af og henda, og klippa vængi í sundur á liðunum, við nennum því nú aldrei. Blandið bara saman bræddu smjörinu, tabascosósunni, papriku, salti, cayennepipar og svörtum pipar. Hellið yfir kjúklinginn og látið marinerast minnst hálftíma. Steikist í ofnskúffu við 200° í 20 mínútur til hálftíma. (uppskriftin segir líka grind og snúa bitunum eftir tíu mínútur, gerðum það síðast, nenntum ekki núna og þeir voru ekkert síðri úr skúffunni, bara setja þá í skál og hella safanum sem myndast í skúffunni yfir.
Gráðostasósan: Setjið allt sem á að fara í sósuna í blandara eða mixer og þeytið þar til fullkomlega jafnað út.
Berið fram með niðursneiddum sellerístönglum. Algjört nammi.
15. febrúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli