1. janúar 2009

kartöflustappan góða

prófaði í gær stöppu frá ircfélaga, hún sló í gegn, hvert atóm var borðað. Verður pottþétt gerð aftur.

Parmakartöflustappa Gunnars

1 kg kartöflur
50 g smjör
1 stykki parmaostur
salt
pipar

Sjóðið og afhýðið kartöflurnar, maukið. Setjið í pott, smjörið saman við og hitið við vægan straum þar til smjörið bráðnar, hrærið í allan tímann. Rífið allan parmaostinn og blandið saman við maukið, skiljið aðeins eftir til að strá yfir. Smakkið til með salti og pipar að vild. Áferðin á að vera þannig að stappan festist ekki við skeið.

Setjið í eldfast fat, bakið í ofni í 20 mínútur, eða þar til heitt í gegn og osturinn ofan á hefur brúnast örlítið.

Engin ummæli: