eða geta amrískar ekki alveg eins verið frá Kanada eins og BNA?
Þessar eru reyndar eiginlega breskar - allavega er uppskriftin niðurskrifuð af Nigellu hinni ofurbresku.
Amerískar pönnukökur
2 bollar hveiti
3 bollar súrmjólk
2 stór egg
1 msk sykur
1/2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
4 msk smjör, brætt
Hitið ofninn til að halda pönnukökunum heitum. Blandið þurrefnunum saman og bætið í eggjum, súrmjólk og kældu smjörinu. Hrærið vel en það eiga að vera litlir hveitikekkir í deiginu. Smyrjið þykkbotna pönnu lítillega með bræddu smjöri og steikið pönnukökurnar og setjið þær á disk í ofninum meðan á steikingu stendur. Notið uþb hálfan bolla af deigi í hverja köku, steikið 3-4 kökur í einu. Steikið í uþb 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til loftbólur byrja að myndast í deiginu.
Berið fram með beikoni, eggjum og hlynsírópi, eða jarðarberjum, banönum og sírópi.
15. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
nii þetta er uppskriftin sem þú fékkst hjá mér og hún er ekkert frá Nigellu heldur úr fínni matreiðslubók sem síminn gaf út einu sinni til að gefa vildarviðskiptavinum.. einhvur íslensk kélling sem skrifaði hana :D
ó, ég hélt þetta væri frá nýgellunni. Sorrí :D
Skrifa ummæli