Svona í tilefni af því að ég fékk ekki uxahala á tilboði í Nóatúni, út af frekum hömstrurum (grr) er ég að hugsa um að skella uppskriftinni hér inn.
1 1/2 kíló uxahalar (svona um það bil)
2 laukar
2-3 hvítlauksrif
2 gulrætur
1/2 sellerístöngull
50 g smjör eða olía
um 2 l vatn
1 msk tómatkraftur (purée)
1 tsk paprikukrydd
salt og pipar
Kryddvöndur:
steinselja
timjan
lárviðarlauf
bundið saman með sláturgarni
1/2 dl. sérrí eða þurrt madeira (ég sleppi þessu alltaf)
Gróffituhreinsið halabitana ef þeir eru mjög feitir. Hakkið laukana og hvítlaukinn smátt og skerið gulrætur og sellerí í fremur litla bita. Hitið smjörið eða olíuna í þykkbotna potti og brúnið kjötbitana á öllum hliðum. Takið upp úr pottinum og steikið laukinn þar til hann er gullinn, setjið þá hvítlauk, gulrætur og sellerí saman við og steikið í smástund í viðbót. Kjötbitarnir settir aftur í pottinn, kryddað með salti, pipar og papriku. Hellið vatni í pottinn svo fljóti yfir, setjið tómatkraft og kryddjurtir saman við. Hitið að suðu, hreinsið aðeins ofan af gromsið sem flýtur upp, lækkið hitann og látið súpuna malla í um 4 klukkutíma. Kjötið á að falla alveg af beinunum.
Smakkið til með salti, pipar og víni ef vill og látið sjóða í 10 mínútur til (ef þið notið vín)
Takið kjötbitana úr pottinum og hreinsið kjötið af beinunum, setjið það aftur í pottinn. Hitið aftur að suðu og berið fram sjóðheita. Ekki er verra að hafa heitt brauð með.
Alveg uppáhalds kjötsúpan okkar hér heima...
21. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli