2. nóvember 2008

helgi svínsins - ananasrjómakarrísneiðar

vorum í svínakjötsstuði þessa helgi, á föstudaginn var keyptum við hnakkasneiðar á 50% afslætti í Krónunni, ljómandi fínt kjöt, rifjuðum upp gamla uppskrift.

Ananas-rjóma-karrí-svínakjöt:

4 góðar sneiðar svínahnakki eða annað að eigin vali
örlítið smjör eða olía
1 lítil dós ananas í bitum
1 peli rjómi
karrí
salt
pipar

Bræðið smjörið á pönnu, setjið karrí saman við og steikið sneiðarnar, 2 mínútur á hlið við góðan hita, síðan 4 mínútur á hlið við vægan hita. Kryddið með salti og pipar. (fer auðvitað eftir þykkt sneiða). Þegar steikingu er lokið, takið kjötið af pönnunni og haldið því heitu. Hellið rjóma og ananas ásamt safa í pönnuna (má minnka safann svolítið, ef vill). Smakkið til með meira karríi, salti og pipar. Sjóðið þar til sósan þykknar örlítið (ekkert betra að hafa þessa sósu þykka)

Berið fram með hrísgrjónum, gott salat sakar ekki heldur.

Svo verðum við með kóksvínið á eftir...

Engin ummæli: