Var að lesa í gegn um gamla bloggið mitt og rakst þá á þennan:
1 stórt silungsflak
smjör
8-9 blöð fersk salvía
1/4 bolli hvítvín
slatti af humarsoði (nota touch of taste soðin, megagóð)
þerrið fiskinn
brúnið smjörið á pönnu, með salvíublöðunum, við háan hita
steikið fiskinn, áfram á háum hita, snúið aðeins einu sinni
hellið soði og hvítvíni út á og látið malla í 5 mínútur, ég setti lok á en kannski betra að gera það ekki, til að halda roðinu stökku!
Gott er að bera fram soðnar kartöflur eða hrísgrjón með þessu.
14. júní 2008
11. júní 2008
sumarsalat
Maður tekur tvö sumur...
/fimmeyringur
Höfum þetta salat sirka einu sinni á ári, nokkrir réttir sem eru þannig, rifsberjakjúklingurinn, rabarbaragrautur, rjómasveppapasta með nýtíndum sveppum, örugglega fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Svona árstíðabundnir.
Hér kemur:
250 g pasta, skrúfur eða fiðrildi
1 lítill laukur
1 stilkur sellerí
1 rauð paprika
150 g salamipylsa
200 g mildur ostur að eigin vali
125 grömm belgbaunir
dressing:
4 msk ólífuolía
2 tsk sinnep
salt
pipar
klipptar ferskar kryddjurtir að vild (vorum með esdragon, marjoram og basil)
safi úr hálfri sítrónu
hálft hvítlauksrif, marið, ef vill
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka, sigtið og skolið. Skerið lauk, papriku, sellerí og salami í litla bita og ostinn í strimla, skolið baunirnar. Blandið öllu saman í stóra skál. Hrærið allt saman sem í dressinguna á að fara og hellið síðan yfir salatið. Látið standa í kæli í amk. klukkutíma og berið síðan fram með ristuðu brauði eða öðru góðu brauði.
/fimmeyringur
Höfum þetta salat sirka einu sinni á ári, nokkrir réttir sem eru þannig, rifsberjakjúklingurinn, rabarbaragrautur, rjómasveppapasta með nýtíndum sveppum, örugglega fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Svona árstíðabundnir.
Hér kemur:
250 g pasta, skrúfur eða fiðrildi
1 lítill laukur
1 stilkur sellerí
1 rauð paprika
150 g salamipylsa
200 g mildur ostur að eigin vali
125 grömm belgbaunir
dressing:
4 msk ólífuolía
2 tsk sinnep
salt
pipar
klipptar ferskar kryddjurtir að vild (vorum með esdragon, marjoram og basil)
safi úr hálfri sítrónu
hálft hvítlauksrif, marið, ef vill
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka, sigtið og skolið. Skerið lauk, papriku, sellerí og salami í litla bita og ostinn í strimla, skolið baunirnar. Blandið öllu saman í stóra skál. Hrærið allt saman sem í dressinguna á að fara og hellið síðan yfir salatið. Látið standa í kæli í amk. klukkutíma og berið síðan fram með ristuðu brauði eða öðru góðu brauði.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)