14. janúar 2013

gazalega góð gulrótarsúpa

Bullaði þessa upp úr nokkrum uppskriftum sem ég fann.. örugglega einhverjar þarna úti mjög líkar! Hún var mjög góð, en næst ætla ég að bæta við 1/4 tsk chili dufti.

1 msk góð olía
1 laukur saxaður
3 hvítlauksrif söxuð fínt
1 cm engiferrót söxuð fínt
1 tsk túrmerik
1/2 tsk broddkúmen (cummin)
1/2 tsk malað kóríander

5 stórar gulrætur niðursneiddar
1 meðalstór sæt kartafla skorin í bita

1 l sjóðandi vatn og tveir grænmetisteningar (helst rapunzel eða annar góður lífrænn)

1 stór og 1 lítil dós kókosmjólk (má vera ein stór, átti bara þessa litlu líka. Eins mættu vera 2 dósir, en minnkið þá vatnið á móti)

maldon salt og pipar

ferskt kóríander til að strá yfir

Steikið laukinn, hvítlaukinn, engiferið og kryddin í olíunni í nokkrar mínútur í þykkbotna potti. Setjið allt sem  eftir er í pottinn, hitið að suðu og látið malla í hálftíma. Maukið súpuna með töfrasprota eða í smáskömmtum í blandara og smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með fersku niðursöxuðu kóríander og góðu brauði.


Engin ummæli: