Bullaði þessa upp úr nokkrum uppskriftum sem ég fann.. örugglega einhverjar þarna úti mjög líkar! Hún var mjög góð, en næst ætla ég að bæta við 1/4 tsk chili dufti.
1 msk góð olía
1 laukur saxaður
3 hvítlauksrif söxuð fínt
1 cm engiferrót söxuð fínt
1 tsk túrmerik
1/2 tsk broddkúmen (cummin)
1/2 tsk malað kóríander
5 stórar gulrætur niðursneiddar
1 meðalstór sæt kartafla skorin í bita
1 l sjóðandi vatn og tveir grænmetisteningar (helst rapunzel eða annar góður lífrænn)
1 stór og 1 lítil dós kókosmjólk (má vera ein stór, átti bara þessa litlu líka. Eins mættu vera 2 dósir, en minnkið þá vatnið á móti)
maldon salt og pipar
ferskt kóríander til að strá yfir
Steikið laukinn, hvítlaukinn, engiferið og kryddin í olíunni í nokkrar mínútur í þykkbotna potti. Setjið allt sem eftir er í pottinn, hitið að suðu og látið malla í hálftíma. Maukið súpuna með töfrasprota eða í smáskömmtum í blandara og smakkið til með salti og pipar.
Berið fram með fersku niðursöxuðu kóríander og góðu brauði.
14. janúar 2013
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli