20. janúar 2013

Appelsínukjúklingur

Gamall uppáhaldsréttur hér á bæ, settur inn skv forvitnisbeiðni:

50 g smjör
25 g möndluflögur (má alveg vera meira)
1 kg kjúklingabitar. Nota ekki bringur í þennan.
salt
pipar
paprika
3 appelsínur

Bræðið helminginn af smjörinu og ristið möndlurnar við góðan hita þar til brúnar. Ilma gersamlega ómótstæðilega.

Kryddið kjúklinginn með salti, pipar og papriku. Steikið í afgangi smjörsins á öllum (tja báðum) hliðum. Leggið lok á pönnuna, lækkið hitann og steikið áfram í hálftíma (eða þar til bitarnir eru nærri gegnsteiktir). 

Á meðan, pressið safann úr tveimur appelsínanna, takið börkinn af þeirri þriðju og hreinsið mest af hvíta ruglinu af bátunum. Setjið safann og bátana saman við kjúklinginn á pönnunni og hitið vel í gegn, ca 5 mínútur. 

Berið fram með hrísgrjónum og stráið möndluflögunum yfir. 

Engin ummæli: