13. ágúst 2011

Dásamlegur kryddjurtakjúklingur

4 kjúklingabringur
1 tsk allrahanda
1/2 tsk cayennepipar
1 tsk kanill
2 fínsaxaðir vorlaukar
2 greinar timjan
1-2 msk muscovadosykur eða púðursykur
1 msk matarolía
límónusafi eftir smekk/límónubátar til skrauts
ferskur kóríander til skrauts
maldonsalt

4 dl basmatigrjón
1 tsk chiliflögur
2 saxaðir vorlaukar
4 dl kókosmjólk
4 dl vatn
1 tsk salt

Blandið saman öllu kryddinu, sykrinum og lauknum, nuddið
kjúklingabringurnar vel upp úr blöndunni. Grillið kjúklinginn í ca 6
mínútur á hlið, eða þar til fulleldaður. Berið fram með límónubátum,
kóríander og kókosgrjónum

grjón:

Setjið grjónin, chiliflögurnar, laukinn og kókosmjólkina og vatnið saman í pott. Saltið og sjóðið eftir leiðbeiningum á pakka eða þar til grjónin eru meyr.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

namm namm hljómar unaðslega. Mun prófast (kóríanderslaust) :D