skv pöntun:
50 g smjör
2 msk púðursykur
2 msk sítrónusafi
4 bananar (alls ekki óþroskaðir!)
2 msk koníak (má sleppa)
Rjómi eða ís
Stillið ofninn á 180° Bræðið smjör og púðursykur í ofninum í eldföstu fati. Skerið banana í sneiðar á ská og veltið vel upp úr smjör/sykurblöndunni. Bætið koníaki í ef vill. Bakið í ofni í 20 mínútur.
Berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma. Gamall klassíker hér á bæ úr uppskriftabók sem er að verða komin í frumeindir sínar. Séu bananarnir of grænir er hægt að skipta þeim út fyrir hráar kartöflur þannig að það er best að passa upp á þá. Vorum með þetta í matarboði um daginn, einn bananinn þroskaður en hinir svolítið grænir. Stöku biti var æðislegur en hinir voru hreint ekki góðir. (Efast um að ég hefði fengið beiðni um uppskrift ef það hefðu bara verið þeir grænu...)
29. mars 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Stórfínt með kartöflum líka;)
Takk fyrir skjót viðbrögð, þetta er fínasta uppskrift!
takktakk já þessi stendur yfirleitt fyrir sínu - sorrí var ekki búið að hleypa viðbrögðum í gegn!
Skrifa ummæli