28. febrúar 2010

Bananapönnukökur

1 bolli hveiti
2 tsk lyftiduft
1 msk sykur
1/4 tsk salt

2 msk brætt smjör
1 egg
2 vel þroskaðir bananar
1/2 tsk vanilludropar
1 bolli mjólk

blandið þurrefnunum saman í eina skál og í stærri skál hrærið saman mjólk, eggi, smjöri, stöppuðum banönum og vanilludropum. Hrærið hveitiblöndunni saman við hina, deigið á að vera kekkjótt.

steikið við miðlungshita upp úr smjöri, ég nota ca hálfan bolla í hverja pönnuköku. Gott er að vera með disk í volgum ofni til að setja pönnukökurnar á til að halda þeim heitum. Berið fram með hlynsírópi.

Engin ummæli: