6. ágúst 2008

laxaforrétturinn

hvers vegna ætli ég hafi aldrei sett hann hér inn? Reyndar ekkert sérlega margir forréttir á síðunni, yfirleitt.

Þessi er allavega mjög einfaldur. Í honum er:

Reyktur lax
Kapers, smár
Sítrusolía (ólífuolía með sítrónukeim, fæst víða)
Klettasalat

Best er að útbúa á hvern forréttadisk fyrir sig. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og setjið á diska, dreifið svo sem teskeið af kapers á hvern disk, handfylli af klettasalati og dreypið ögn af sítrusolíunni yfir.

Lítið mál og fljótlegt...

Engin ummæli: