Fífa fann uppskrift að suðuramerísku kakói í Fréttablaðinu um daginn, leist vel á og ákvað að prófa. Kom verulega vel út.
Fyrir 4-5:
800 ml mjólk
ein vanillustöng eða 1 tsk vanilluessens
1 rauður chiliávöxtur
2 kanilstangir
100 g hreint súkkulaði (notuðum 56% frá Síríus)
Kljúfið vanillustöngina í tvennt (ef notuð) og fræhreinsið chiliið.
Mjólkin sett í pott ásamt vanillustönginni (eða essensinum), chiliinu og kanilstöngunum. Látið malla við vægan hita í 10 mínútur. Síðan er súkkulaðið brotið niður og sett út í, látið malla aftur í 5-10 mínútur.
Fín tilbreyting við venjulegt Síríus heitt súkkulaði. Hentar sérlega vel á köldum dögum.
4. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli