þessi sem við gerðum um daginn og Jón Lárus segir frá á sínu bloggi tókst þetta líka snilldarvel. Þetta verður fasti á árstíðamatseðlinum:
Dótið:
150 g dökkt súkkulaði
150 g smjör (mjúkt)
200 g sykur
2 egg
4 dl hveiti
2 tsk. lyftiduft!
1/2 l rjómi
250 g sólber
4 eggjahvítur
170 g sykur í viðbót
7 matarlímsblöð
Aðferðin:
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða í örranum (ég nota alltaf örrann núorðið). Þeytið saman smjör og sykur þangað til ljóst, bætið eggjunum saman við og þeytið áfram. Blandið saman hveiti og lyftidufti og hrærið saman við ásamt bráðnu súkkulaði. Skellið deiginu í 22 cm spennukökuform (ekkert annað dugir) og bakið við 200° í 20 mínútur. Leyfið henni svo að kólna í rólegheitunum undir röku stykki. Á meðan má þeyta rjómann og mauka sólberin og blanda síðan saman. Nú er komið að því að leggja matarlímsblöðin í bleyti og síðan bræða þau (nota venjulega vatnsbaðið hér). Þegar bráðin eru þau þeytt saman við sólberjarjómann. Þessu næst eru eggjahvíturnar stífþeyttar ásamt afgangssykrinum og hrært varlega saman við sólberjarjómann. Kakan er skorin í tvennt, rjóminn settur á milli. Kælt í a.m.k. tvo tíma. Þeir sem eru með skreytidellu geta svo brætt hvítt súkkulaði og gert eitthvað fallegt (eða ljótt) mynstur ofan á kökuna. Það gerir hins vegar örugglega ekkert fyrir bragðið.
27. ágúst 2008
22. ágúst 2008
marsipankaka með vínberjum
Þessi er klassík:
Marsípankaka með vínberjum
200 g gott marsípan
75 g brætt smjör
2 egg
75 g hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
200 g vínber (steinlaus eða steinhreinsuð)
Skerið marsípan í sneiðar og hrærið svo bræddu smjörinu saman við uns mjúkt. Hrærið eggin saman við og síðan hveiti og lyftiduft. Hellið hrærunni í smurt tertu eða bökuform (22-24 cm). Skerið vínberin í tvennt og dreifið þeim yfir. Bakið kökuna í 18-20 mínútur við 200°C. Gjarnan má strá flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.
Kakan er sérlega ljúffeng hvort heldur sem er heit eða köld. Ekki sakar svo að bera fram þeyttan rjóma eða ís með henni.
Marsípankaka með vínberjum
200 g gott marsípan
75 g brætt smjör
2 egg
75 g hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
200 g vínber (steinlaus eða steinhreinsuð)
Skerið marsípan í sneiðar og hrærið svo bræddu smjörinu saman við uns mjúkt. Hrærið eggin saman við og síðan hveiti og lyftiduft. Hellið hrærunni í smurt tertu eða bökuform (22-24 cm). Skerið vínberin í tvennt og dreifið þeim yfir. Bakið kökuna í 18-20 mínútur við 200°C. Gjarnan má strá flórsykri yfir kökuna áður en hún er borin fram.
Kakan er sérlega ljúffeng hvort heldur sem er heit eða köld. Ekki sakar svo að bera fram þeyttan rjóma eða ís með henni.
6. ágúst 2008
laxaforrétturinn
hvers vegna ætli ég hafi aldrei sett hann hér inn? Reyndar ekkert sérlega margir forréttir á síðunni, yfirleitt.
Þessi er allavega mjög einfaldur. Í honum er:
Reyktur lax
Kapers, smár
Sítrusolía (ólífuolía með sítrónukeim, fæst víða)
Klettasalat
Best er að útbúa á hvern forréttadisk fyrir sig. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og setjið á diska, dreifið svo sem teskeið af kapers á hvern disk, handfylli af klettasalati og dreypið ögn af sítrusolíunni yfir.
Lítið mál og fljótlegt...
Þessi er allavega mjög einfaldur. Í honum er:
Reyktur lax
Kapers, smár
Sítrusolía (ólífuolía með sítrónukeim, fæst víða)
Klettasalat
Best er að útbúa á hvern forréttadisk fyrir sig. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og setjið á diska, dreifið svo sem teskeið af kapers á hvern disk, handfylli af klettasalati og dreypið ögn af sítrusolíunni yfir.
Lítið mál og fljótlegt...
4. ágúst 2008
Aztekakakó
Fífa fann uppskrift að suðuramerísku kakói í Fréttablaðinu um daginn, leist vel á og ákvað að prófa. Kom verulega vel út.
Fyrir 4-5:
800 ml mjólk
ein vanillustöng eða 1 tsk vanilluessens
1 rauður chiliávöxtur
2 kanilstangir
100 g hreint súkkulaði (notuðum 56% frá Síríus)
Kljúfið vanillustöngina í tvennt (ef notuð) og fræhreinsið chiliið.
Mjólkin sett í pott ásamt vanillustönginni (eða essensinum), chiliinu og kanilstöngunum. Látið malla við vægan hita í 10 mínútur. Síðan er súkkulaðið brotið niður og sett út í, látið malla aftur í 5-10 mínútur.
Fín tilbreyting við venjulegt Síríus heitt súkkulaði. Hentar sérlega vel á köldum dögum.
Fyrir 4-5:
800 ml mjólk
ein vanillustöng eða 1 tsk vanilluessens
1 rauður chiliávöxtur
2 kanilstangir
100 g hreint súkkulaði (notuðum 56% frá Síríus)
Kljúfið vanillustöngina í tvennt (ef notuð) og fræhreinsið chiliið.
Mjólkin sett í pott ásamt vanillustönginni (eða essensinum), chiliinu og kanilstöngunum. Látið malla við vægan hita í 10 mínútur. Síðan er súkkulaðið brotið niður og sett út í, látið malla aftur í 5-10 mínútur.
Fín tilbreyting við venjulegt Síríus heitt súkkulaði. Hentar sérlega vel á köldum dögum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)