25. september 2007

gráðostapasta

þessi uppskrift er heimatilbúin:

1 pk gott beikon
1 rauð paprika í bitum

1/2 gráðostastykki og annað eins af brauðosti
1 ds sýrður rjómi
smá sósuþykkjari (maízena)

pasta, helst þrílitir pennar (penne tricolori)
parmaostur

Pastað soðið eftir leiðbeiningum á pakka

Beikonið klippt í bita og steikt á pönnu. Tekið af pönnunni. Megninu af feitinni hellt af (ef einhver) og paprikan steikt á sömu pönnu. Líka tekið af pönnunni. Gráðosturinn og hinn osturinn bræddur, sýrða rjómanum hrært saman við og þykkt örlítið.

Sósunni hellt yfir heitt pastað, beikoni og papriku blandað saman við og nýrifnum parmaosti stráð yfir. Af þessu er mjög milt og fínt gráðostabragð, rétturinn er sérlega vinsæll af börnunum mínum (sem ekki líta við gráðosti í hreinustu mynd)

Engin ummæli: