3. júlí 2007

uppáhalds yams uppskriftin

eða sætar kartöflur eru yams yfirleitt kallaðar, örlítið ónákvæmt þar sem plantan er alls ekkert skyld kartöflum, mun frekar rófum.

allavega...

Þessi uppskrift birtist í Mogganum í fyrrasumar, ef ég man rétt heitir höfundurinn Brynja. Þannig að ekki vil ég eigna mér hana. En góð er hún og passar með hinu og þessu. Notuðum þetta með grilluðu hrefnukjöti á sunnudaginn var.

Fyrir okkur 5 dugar:

2 stór yams
salt
smá ólífuolía

1 box hvítlauksrjómaostur
1 dós sýrður rjómi

Yams skorið í passlega munnbita, sett í eldfast fat, saltað að smekk og ólífuolíu ýrt yfir. Bakað í ofni við 200° í amk. 40 mínútur eða þar til bitarnir eru alveg mjúkir (hálfhart yams er óætt).

Rjómaosti og sýrðum rjóma hrært saman og hrært saman við bakað yams

Í uppskrift Brynju var þetta með grilluðum hamborgurum en synd að nýta þetta ekki oftar. Hins vegar vantar eiginlega almennilegt nafn yfir þetta fyrirbæri. Tillögur óskast.

Engin ummæli: