4. febrúar 2007

þorskur í raspi

Áttum ekki brauðrasp svo ég muldi þrjár heilhveititvíbökur í morteli.

útí þetta fór(u) svo:

4 hvítlauksrif
hálft rautt chili (saxað mjög smátt)
hnefafylli af casew- og jarðhnetum (sem ég marði í mortelinu)
dágóður slatti af grada padano
salt og pipar
tvær teskeiðar af kumminfræjum

Blandaði saman einu eggi, skvettu af mjólk og smá balsamediki og dýfði þorskinum ofaní áður en ég velti honum uppúr raspinu.

Steikti í stutta stund á mjög heitri pönnu, setti í eldfast mót og inní ofn undir álpappír í korter.

3 ummæli:

Hildigunnur sagði...

mmm, hljómar vel. Prófast.

Unknown sagði...

hvað er þetta grada padano??

krummi sagði...

Ostur svipaður parmesanosti.