18. febrúar 2007

gítarpasta

nei, þetta eru ekki soðnir gítarstrengir, en gott er það.



Nú fæst chitarrapasta í Frú Laugu, húrra!

1,25 kg lambakjöt
1 1/4 bolli hvítvín
salt og nýmalaður pipar
1 bolli jómfrúrólífuolía
4 hvítlauksrif, léttpressuð með hnífsblaði
5 lárviðarlauf
1 kíló tómatar, afhýddir og grófsaxaðir eða 2 dósir tómatar
6 stórar paprikur, (blandaðir litir) skornar í ræmur (við notum nú minna, tvær í dag)
2 bollar gott soð
650 g gítarpasta/spakettí
fullt af nýrifnum parmaosti

Skerið hluta lambakjötsins í fallega bita og hakkið afganginn. Skolið kjötið upp úr víninu (geymið vínið) og kryddið með salti og pipar. Hitið olíuna í stórri þykkbotna pönnu og steikið hvítlaukinn og lárviðarlaufin við meðalhita. Takið hvítlaukinn upp úr þegar hann hefur brúnast og bætið kjötinu og hakkinu á pönnuna og brúnið. Hellið víninu saman við og sjóðið niður. Takið lárviðarlaufin úr pönnunni og hendið þeim. Bætið tómötunum (með safa ef notið niðursoðna) og paprikustrimlunum á pönnuna. Kryddið með salti og pipar og setjið lok á pönnuna. Sjóðið við lægsta hita í 2 klst, hrærið af og til. Fylgist vel með réttinum og bætið soði við ef hann lítur út fyrir að vera að þorna.

Berið fram með pastanu og parmaostinum.

verðykkuraðgóðu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úúú þetta hljómar VEL! soldið stór uppskrift samt.. þetta hlýtur að vera fyrir allavega 8 manns!

Hildigunnur sagði...

jamm, það ætti svosem ekki að vera mikið mál að minnka hana bara. Þetta dugði fyrir okkur 5 tvisvar í matinn og svo er ég með nesti í dag :-)

Nafnlaus sagði...

Var að ráfa um og leita að einhverjum skemmtilegum síðum með mataruppskriftum og datt hér inn.
Hér finnst mér vera ýmisslegt spennandi í boði svo takk fyrir mig.
kveðja

Hildigunnur sagði...

ekki málið, frú skrú skrú :-D