ég kemst inn á brallið, liggaliggalái :-D
Hvað á ég að setja inn? brása uppskriptasafnið...
Uppáhalds súkkulaðikakan okkar. Kremið sérlega gott og kakan þvílíkt safarík. Mhmmm
125 ml heitt svart kaffi
50 g kakóduft
275 g púðursykur
125 g mjúkt smjör
3 egg, aðskilin
1 tsk (5 ml) salt
- - vanillusykur
- - sódaduft
150 ml sýrður rjómi (má vera 10%)
225 g hveiti, sigtað
125 g sykur
225 ml rjómi, þeyttur
Krem:
125 g suðusúkkulaði
150 ml sýrður rjómi
3 msk (45 ml) flórsykur, sigtaður
Blandið saman kaffi og kakódufti. Takið helminginn af hrærunni frá, og þeytið með púðursykri, smjöri, eggjarauðum, salti og vanillusykri. Blandið saman sýrða rjómanum og sódaduftinu, bætið saman við deigið, ásamt afganginum af kakó/kaffiblöndunni og hveitinu. þeytið eggjahvíturnar í mjúkt krem, bætið síðan sykrinum við, og þeytið þar til stíft og glansandi. Blandi› varlega saman við deigið.
Setjið deigið í vel smurt kökuform (ca. 23 cm). Bakið við 180° í 1 til1 1/4 klst, eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur út hreinn. Kælið á grind.
Krem: Bræðið súkkulaðið, kælið aðeins. þeytið saman súkkulaði, sýrðan rjóma og flórsykur.
Skerið kökuna í tvo botna, þekið neðri botninn með þeytta rjómanum, setjið hinn ofan á. Smyrjið kreminu ofan á kökuna og á hliðarnar.
25. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hvað er sódaduft?
natrón
(eða bicarbonate of soda)
Skrifa ummæli