10. júlí 2006

staðið við minn hluta dílsins

hér kemur laxinn úr afmælisboði helgarinnar, uppskriftin var í mogga allra landsmanna og alveg svakalega góð:

Lax í kryddlegi
f. 4

laxasneiðar, ca 1 á mann.

lögur:
1/2 dl ólífuolía
1 msk hvítvínsedik
1 msk dijon sinnep
1 msk sætt sinnep
2 hvítlauksrif marin
1 tsk nýmalaður svartur pipar
1 msk ferskt estragon (1 ein tsk þurrkuð)

blandið öllu saman og leggið laxinn í löginn í um það bil hálftíma og grillið svo við meðalhita í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

með þessu sauð ég brún hrísgrjón og gerði sósu úr sýrðum rjóma, dijon sinnepi, hunangi, smá maldon salti og fersku estragoni. Í mogganum var mælt með grilluðum bökunarkartöflum með guacamole með þessu en ég nennti því nú ekki oní svona margt fólk. Svo hafði ég fermingarsalatið hennar Hildigunnar, vínin voru cloudy bay chardonnay og svo gott Chablis og í desert þetta hér. Ekkert nema snilldin ein.

Engin ummæli: