10. júlí 2006

dhal

nú voru góð ráð dýr, laukur í uppskriftinni en enginn í ísskápnum ... þá var notað blómkál í staðinn

og þetta er eftir mjög grófu minni

3 dl rauðar linsur
5 dl vatn
blómkálshaus
duglega af hvítlauk og engifer
kummin steytt úr hnefa
sletta af haldi/túrmeriki/gúrkmeju eða hvað það nú heitir þetta appelsínugula og kórianderdufti
smjör og olía (náttúrlega best að nota ghee)
salt eftir þörfum og ögn af sykri

skola linsur og hreinsa burt skemmdar ... láta liggja í vatni meðan blómkálið er steikt
smjörklípa og skvetta af olíu hitað duglega í meðalstórum potti (bara passa að það kvikni ekki í olíunni)
kumminfræin, haldiið og kórianderið hitað þar til kumminfræin byrja að poppa.
taka pottinn af hellunni og skella blómkálinu út í og hræra duglega. þegar hitinn hefur jafnað sig má bæta engiferinu og hvítlauknum út í ... steikja saman smá.
hella vatninu af linsunum, skella þeim yfir blómkálið saman með 5 dl af vatni.
láta suðuna koma upp og láta svo malla rólega í u.þ.b. 15 mínútur. Hræra í af og til.
Síðustu fimm mínúturnar verður maður að standa yfir pottinum því allt heila klabbið getur auðveldlega brunnið við.

Svo lætur maður þetta jafna sig í pottinum, hrærir af og til, og saltar eftir smekk.
Það þarf ekkert að sykra, en 1/4-1/2 teskeið gerir reyndar gæfumuninn.

Þetta má standa á bekknum í klukkutíma áður en maður borðar, annars má líka alveg hita upp.

Engin ummæli: