þetta er eiginlega frá Hallveigu ekki mér, blogger er þvílíkt að stríða henni:
Bearnaise sósa Nigellu
Innihald:
Essens:
2 msk hvítvínsedik
2 msk hvítvín (má líka setja 4 msk edik og sleppa víninu)
2 msk saxað estragon
Stilkarnir af estragoninu marðir og skornir gróft
1 msk kerfill (má setja meira estragon í staðinn)
1 tsk hvít piparkorn, lamin (bruised) eða mulin
1 skallottulaukur fínt saxaður
Sósa:
3 eggjarauður
1 msk kalt vatn
200 gr ósaltað smjör skorið í 1 cm teninga
Maldonsalt eftir smekk
Safi úr _-1/2 sítrónu
Setjið saman í pott edik, vín, lauk, stilkana af estragoninu, kerfil og 1 msk estragon (geymið hina til að hræra í sósuna síðast). Sjóðið niður í c.a. eina msk essens og kælið.
Setjið saman eggjarauður og vatn í skál og setjið yfir pott af vatni sem sýður við lágan hita. Blandið essensinum við og hrærið kröftuglega, bætið svo smjörinu við, einum kubbi í einu til að byrja með en eftir því sem líður á sósuna má fara meira í einu. Hrærið stöðugt og þegar smjörið er búið kreistið þið sítrónuna út í og saltið eftir smekk (í mínu tilviki fer c.a hálf teskeið af salti útí). Að lokum er afgangnum af estragoninu hrært saman við rétt áður en sósan er borin á borð.
Ef þarf að geyma sósuna í einhvern tíma áður en hún er borin fram er hægt að fylla stærri skál af VOLGU vatni, setja sósuna ofan í og breiða yfir viskastykki. Svo er hrært vasklega í henni áður en hún er borin á borð.
4. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli