7. október 2005

steinbítur

Ekki er nú hægt að segja að listinn iði beinlínis af lífi þessa dagana. Er enginn að elda neitt spennandi?

Við vorum með ansi góðan steinbít í gær, eldgömul uppskrift klippt út úr Mogganum:

800 grömm roðlaus og beinlaus steinbítur
Hveiti
salt
pipar
barbekjúsósa til að pensla, (við notuðum Hickory & brown sugar)
smá smjör (mætti sjálfsagt vera olía)

Fiskurinn skorinn í bita, hristur upp úr hveiti, salti og pipri. Penslaður með barbekjúsósu á öllum hliðum. Steiktur í smjörinu 2 mínútur á hlið.

Sem meðlæti höfðum við bara salat, vorum með kínakál, papriku og tómata og smá sinnepsdressingu. Engar kartöflur eða hrísgrjón eða neitt þannig.

Dugði vel í kvöldmatinn handa okkur fimm + kötturinn fékk meira að segja afgang. Öllum aldursflokkum þótti þetta gott, meira að segja stelpunum sem neita alltaf að borða fiskinn í mötuneytinu...

Engin ummæli: