13. júní 2005

jarðarberjakokkteill

fengum hér mohito uppskrift um daginn, hér er uppáhalds sumarkokkteillinn okkar. Heitir Love in the afternoon, óxla væminn titill en kokkteillinn er algjört nammi, gæti reyndar alveg virkað sem flott desert frekar en fordrykkur.

(einfaldur)

30 ml dökkt romm (allt í lagi að nota ljóst, gerum það yfirleitt)
30 ml coconut cream (eða Malibu)
30 ml ferskur appelsínusafi
15 ml rjómi
15 ml sykursíróp (niðursoðið vatn og sykur en við notum stundum hlynsíróp eða bara Tate&Lyle)
5 jarðarber
klaki

Allt þeytt saman, best í blandara. Borið fram í háu glasi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þETTA HLJÓMAR UNDURSAMLEGA:)
éG VERÐ BARA AÐ REDDA MALIBUINU OG SVO ER ÉG KLÁR...TAKK ELSKU ÞIÐ AÐ HLEYPA MÉR INN Í ÞETTA DJAMM...KNÚS OG KOSSAR STEFANIA

Nafnlaus sagði...

....... ......