við vorum með alveg svakalega góðan kjúklingarétt í kvöld. Fer hér á eftir:
Sinnepssteiktar kjúklingabringur.
600 g kjúklingabringur
olía til steikingar
5 msk hveiti
2 msk sinnepskorn
1 egg, þeytt
1 tsk salt
sósa:
2 dl hrein jógúrt eða léttur sýrður rjómi
1 - 1 1/2 tsk grænt eða gult karrímauk
1/2 tsk cumin
salt og pipar
epli
hrísgrjón
Skerið bringurnar í meðalstóra bita. Steytið sinnepskornin létt í mortéli. Blandið helmingnum af hveitinu saman við sinnepsfræin og saltið. Setjið afganginn af hveitinu á disk. Veltið fyrst kjúklingabitunum upp úr hveiti, þá eggi og síðast sinneps/hveitiblöndunni. Brúnið bitana á heitri pönnu í smástund, setjið í 200° ofn í 10-15 mín (eftir stærð á bitum)
Hrærið öllu saman sem á að fara í sósuna, smakkið til með salti og pipar.
Skerið eplið í báta og steikið á pönnunni (ég notaði smá smjör þar), stráið yfir sinnepsfræjum.
Berist fram með hrísgrjónum.
3. apríl 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli