jámm bein þýðing á Indian Butter Chicken, unglingurinn minn, rétt ófarinn til New York í mánuð (og svo væntanlega Suðurameríku mánuði seinna) bað um indverskan mat og ég lagðist í gúgul.
Þetta fannst. Og fer beint á uppáhaldslistann.
Smá breytingar samt:
50 g smjör, skipt í tvo helminga
2 laukar, saxaðir
3 hvítlauksrif, söxuð
1 dós hakkaðir tómatar (notaði hálfa flösku af passötu)
1 peli rjómi
1 lítil dós kókosmjólk
1 tsk salt
1 tsk cayennepipar eða chilipipar
1 tsk garam masala
750 g kjúklingabringur
2 msk matarolía, helst bragðlítil
2 tsk tandoori masala (tandoorimauk)
Hita ofninn í 190°
Bræðið helminginn af smjörinu á pönnu. Setjið lauk og hvítlauk út á og látið malla við vægan hita í hálftíma eða þar til vel brúnn
Á meðan, bræðið restina af smjörinu í potti ásamt rjóma, kókosmjólk, tómatmauki, salti, cayenne/chilipipri og garam masala. Látið malla í hálftíma við lægsta hita, hrærið af og til.
Skerið kjúklingabringur í passlega munnbita, þekið með olíu og tandoorimauki (setti allt í plastpoka og nuddaði saman). Raðið á plötu með bökunarpappír og steikið í ofninum, ekki lengur en 12 mínútur (mikilvægt).
Hrærið lauk og kjúklingabitum saman við sósu og berið strax fram.
Berið fram með hrísgrjónum og ekki verra að hafa naanbrauð með.
20. janúar 2012
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)